Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2017 10:51 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. vísir/gva Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 vegna breytinga á skipulagi bankans sem taka gildi í dag. Munu þrjú tekjusvið þjóna viðskiptavinum; Einstaklingar, Viðskiptabanki og Fyrirtæki og fjárfestingar. Segir í tilkynningu að markmið breytinganna sé að sníða skipulag bankans að breyttum þörfum viðskiptavina og bjóða betri bankaþjónustu. Breytingarnar munu jafnframt styrkja stöðu bankans með tilliti til umfangsmikilla breytinga á regluverki og örrar tækniþróunar. Hlutverk Einstaklingssviðs er að veita viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu í gegnum rafrænar dreifileiðir og nútímalegt útibúanet um land allt. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og mun leiða Einstaklingssvið bankans. Sigríður er lögmaður með MBA próf Copenhagen Business School. Hún hefur starfað frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri smásölusviðs Olíuverzlunar Íslands. Viðskiptabanki þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í útibúum bankans, þar sem sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu veita alhliða fjármálaþjónustu. Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka er jafnframt hluti af Viðskiptabankasviði. Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs er Una Steinsdóttir. Á sviðinu Fyrirtæki og fjárfestar verður veitt heildstæð fjármálaþjónusta fyrir fjárfesta og stærstu fyrirtæki landsins sem felst meðal annars í lánveitingum, miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og sölu áhættuvarna. Framkvæmdastjóri sviðsins er Vilhelm Már Þorsteinsson. VÍB eignastýring mun færast yfir á tekjusviðin og í dótturfélag bankans, Íslandssjóði. Jafnframt verður áherslubreyting á greiningarstarfi en áfram verður starfandi aðalhagfræðingur sem mun bera ábyrgð á þjóðhagsgreiningu bankans. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur þetta að segja um breytingarnar í tilkyninngunni sem barst frá Íslandsbanka: „Á undanförnum árum höfum við verið að einfalda bankaviðskiptin og nú einföldum við og aðlögum skipulag bankans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyrirtækjum hollt að fara í gegnum skipulagsbreytingar og í því liggja fjölmörg tækifæri. Með þessum breytingum blæs bankinn til sóknar og treystir undirstöður fyrir aukna skilvirkni. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við viðskiptavini okkar þar sem við munum einblína á enn betri þjónustu í nýju og einfaldara skipulagi.“ Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 vegna breytinga á skipulagi bankans sem taka gildi í dag. Munu þrjú tekjusvið þjóna viðskiptavinum; Einstaklingar, Viðskiptabanki og Fyrirtæki og fjárfestingar. Segir í tilkynningu að markmið breytinganna sé að sníða skipulag bankans að breyttum þörfum viðskiptavina og bjóða betri bankaþjónustu. Breytingarnar munu jafnframt styrkja stöðu bankans með tilliti til umfangsmikilla breytinga á regluverki og örrar tækniþróunar. Hlutverk Einstaklingssviðs er að veita viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu í gegnum rafrænar dreifileiðir og nútímalegt útibúanet um land allt. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og mun leiða Einstaklingssvið bankans. Sigríður er lögmaður með MBA próf Copenhagen Business School. Hún hefur starfað frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri smásölusviðs Olíuverzlunar Íslands. Viðskiptabanki þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í útibúum bankans, þar sem sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu veita alhliða fjármálaþjónustu. Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka er jafnframt hluti af Viðskiptabankasviði. Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs er Una Steinsdóttir. Á sviðinu Fyrirtæki og fjárfestar verður veitt heildstæð fjármálaþjónusta fyrir fjárfesta og stærstu fyrirtæki landsins sem felst meðal annars í lánveitingum, miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og sölu áhættuvarna. Framkvæmdastjóri sviðsins er Vilhelm Már Þorsteinsson. VÍB eignastýring mun færast yfir á tekjusviðin og í dótturfélag bankans, Íslandssjóði. Jafnframt verður áherslubreyting á greiningarstarfi en áfram verður starfandi aðalhagfræðingur sem mun bera ábyrgð á þjóðhagsgreiningu bankans. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur þetta að segja um breytingarnar í tilkyninngunni sem barst frá Íslandsbanka: „Á undanförnum árum höfum við verið að einfalda bankaviðskiptin og nú einföldum við og aðlögum skipulag bankans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyrirtækjum hollt að fara í gegnum skipulagsbreytingar og í því liggja fjölmörg tækifæri. Með þessum breytingum blæs bankinn til sóknar og treystir undirstöður fyrir aukna skilvirkni. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við viðskiptavini okkar þar sem við munum einblína á enn betri þjónustu í nýju og einfaldara skipulagi.“
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira