Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Dyr verslunar Costco í Kauptúni í Garðabæ opnuðu í gær og var margt um manninn. vísir/anton brink Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15