Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Brynhildi S. Björnsdóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands. Fyrsti fundur nýs formanns með stjórn stofnunarinnar verður haldinn í dag.
Brynhildur tekur við stjórnarformensku af Hákoni Stefánssyni lögfræðingi, en hann tekur sæti sem aðalmaður í stjórninni.
Brynhildur var stjórnarformaður Bjartrar framtíðar 2015-2016 og hefur átt sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð.
Brynhildur er framkvæmdastjóri hjá GG Verk Ehf. Hún sótti nám í Harvard Business School árið 2016, lauk MSc. Gráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun árið 2009 og BA frá Háskólanum á Bifröst í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði árið 2007.
Heilbrigðisráðherra skipar stjórn Sjúkratrygginga Íslands samkvæmt lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Hlutverk hennar er að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Stjórnin skal hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.
Formaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi stofnunarinnar og gera honum viðvart ef starfsemi og þjónusta er ekki í samræmi við ákvæði laga og ef rekstur hennar og greiðslur til sjúkratryggðra eru ekki í samræmi við fjárlög.
Stjórnin er nú þannig skipuð:
Brynhildur S. Björnsdóttir, M.Sc í stjórnun og stefnumótun, formaður
Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
Til vara: Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi
Hákon Stefánsson, lögfræðingur
Til vara: Guðjón Bjarni Hálfdánarson, lögfræðingur
Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur
Til vara: Vífill Karlsson, hagfræðingur
Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Til vara: Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur.
Brynhildur S. Björnsdóttir nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Mest lesið

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent


Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent