Körfubolti

Stjarnan bætir við sig Kana sem gæti spilað sem Íslendingur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Collin Pryor spilar í Domino´s á næstu leiktíð.
Collin Pryor spilar í Domino´s á næstu leiktíð. vísir/eyþór

Stjarnan er búin að ganga frá samningi við bandaríska leikmanninn Collin Pryor og mun hann spila með Garðabæjarliðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð.

Það er umboðsskrifstofa leikmannsins sem greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en sagt er að hann hafi skrifað undir langtíma samning við Stjörnuna.

Pryor kemur til Stjörnunnar frá 1. deildar liði Fjölnis en þar var hann stiga- og frákastahæstur með 21 stig og tólf fráköst að meðaltali í leik. Fjölnir hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar og fór í sumarfrí eftir tap á móti Hamri í undanúrslitum umspilsins um sæti í efstu deild.

Þó Pryor sé bandarískur gæti farið svo að hann spili sem Íslendingur á næstu leiktíð þar sem hann er búinn að spila í þrjú ár hér á landi. Það er þó alls ekki öruggt.

Samkvæmt reglubreytingu á síðasta ársþingi KKÍ verður auðveldara fyrir Bandaríkjamenn sem hafa verið hér það lengi að teljast sem íslenskir leikmenn í deildinni.

Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir í samtali við Vísi að Garðbæingar geri frekar ráð fyrir að Pryor spili sem erlendur leikmaður næsta tímabil þar sem hann hafi ekki skráða, samfellda þriggja ára búsetu á landinu. Hann muni þó á endanum telja sem íslenskur leikmaður enda ákveðinn í því að dvelja á landinu til framtíðar og verða íslenskur ríkisborgariAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.