Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Svavar Hávarðsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra „Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður. Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira