Svipmynd Markaðarins: Ótrúleg lífsreynsla að ferðast til Mjanmar 13. maí 2017 10:00 Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Vísir/GVA Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira? Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira?
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira