Skotsilfur Markaðarins: Mikill fengur af Marinó og vogunarsjóður vildi Keahótel Ritstjórn Markaðarins skrifar 12. maí 2017 16:15 Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira