Guðmundur Ágúst fær að keppa við Henrik Stenson á Nordea Masters Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 15:19 Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/GSÍ Guðmundur Ágúst Kristjánsson sýndi styrk sinn á úrtökumóti fyrir Nordea Masters og tryggði sér þátttökurétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst varð í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir Nordea Masters en hann lék á fimm höggum undir pari á Barsebäck golfvellinum sem er rétt utan við Malmö í Svíþjóð. Með árangri sínum náði atvinnukylfingurinn úr GR að tryggja sér keppnisrétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst lék á 68 höggum á þessum par 73 velli. Hann fékk sex fugla og einn skolla. Fjórir fuglanna komu á par 4 holu en tveir þeirra komu á par 5 holu. Skollinn var síðan á par 4 holu. Mótið fer fram 1.-4. júní á Barsebäck og þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Enska ungstirnið Matthew Fitzpatrick hefur titil að verja á mótinu. Alls reyndu 124 kylfingar sig á úrtökumótinu en alls komust þrír áfram. Adrien Bernadet og Niklas Lemke öðluðust keppnisrétt líkt og Guðmundur Ágúst. Þar mæta til leiks kylfingar á borð við heimamennina Henrik Stenson og Alexander Noren. Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK) og Haraldur Franklín Magnús (GR) komust ekki áfram. Andri lék á einu höggi undir pari, Axel á +2 og Haraldur á +4. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson sýndi styrk sinn á úrtökumóti fyrir Nordea Masters og tryggði sér þátttökurétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst varð í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir Nordea Masters en hann lék á fimm höggum undir pari á Barsebäck golfvellinum sem er rétt utan við Malmö í Svíþjóð. Með árangri sínum náði atvinnukylfingurinn úr GR að tryggja sér keppnisrétt á sjálfu Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Guðmundur Ágúst lék á 68 höggum á þessum par 73 velli. Hann fékk sex fugla og einn skolla. Fjórir fuglanna komu á par 4 holu en tveir þeirra komu á par 5 holu. Skollinn var síðan á par 4 holu. Mótið fer fram 1.-4. júní á Barsebäck og þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Enska ungstirnið Matthew Fitzpatrick hefur titil að verja á mótinu. Alls reyndu 124 kylfingar sig á úrtökumótinu en alls komust þrír áfram. Adrien Bernadet og Niklas Lemke öðluðust keppnisrétt líkt og Guðmundur Ágúst. Þar mæta til leiks kylfingar á borð við heimamennina Henrik Stenson og Alexander Noren. Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK) og Haraldur Franklín Magnús (GR) komust ekki áfram. Andri lék á einu höggi undir pari, Axel á +2 og Haraldur á +4.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira