Sameiginlega lokahófið slegið út af borðinu vegna „óviðráðanlegra orsaka“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2017 10:49 Frá úrslitum bikarkeppni karla í vetur þar sem stuðningsmenn Aftureldingar fóru á kostum. Vísir/Eyþór Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að vegna óviðráðanlegra orsaka hafi ekki hægt að verða við bón kvennaliðs félagsins um að halda sameiginlegt lokahóf með karlaliðinu. Stjórnin hafi fundað með leikmönnum kvennaliðsins í gærkvöldi þar sem andrúmsloftið var hreinsað og „misskilningur leiðréttur.“Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni sem birt var á heimasíðu Aftureldingar í gærkvöldi. Íris Kristín Smith, leikmaður kvennaliðsins, skýrði frá því á Twitter að kvöldi föstudagsins 12. maí, kvöldið sem lokahóf karlaliðsins fór fram, að stjórnin hefði ákveðið að halda lokahóf fyrir karlaliðið en ekki kvennaliðið.Stjórnin að halda lokahóf fyrir mfl karla, en það var ekki möguleiki að halda lokahóf fyrir okkur stelpurnar... #handbolti #þreytt— Íris Kristín Smith (@Irisksmith) May 12, 2017 Ítrekaði hún þetta í viðtali við Nútímann. „Þetta er óþolandi, að við þurfum alltaf að vera eftir og fáum aldrei að vera með,“ segir Íris. Inga Lilja Lárusdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar og formaður meistaraflokksráðs kvenna sagði í framhaldinu við Vísi að lokahóf yrði haldið fyrir stelpurnar eins og strákana.Í tilkynningunni segir að leikmaður kvennaliðsins hafi óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd liðsins að lokahófið yrði sameiginlegt hjá strákunum og stelpunum. „Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi,“ segir í tilkynningunni. Ekki er útskýrt nánar hverjar óviðráðanlegu orsakirnar eru. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar áréttar að alltaf hafi staðið til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Sama kvöld fer lokahóf HSÍ fram.Úr leik Aftureldingar og ÍBV í Olís-deild kvenna.vísir/ernirMisskilningur leiðréttur „Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna.“ Haldinn hafi verið fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. „Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað.“ Þá er tekið fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telji stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. „Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðanVegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd kvennaliðsins að haldið væri sameiginlegt lokahóf karla- og kvennaliðs félagsins í handbolta. Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna. Haldin var fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað. Rétt er að taka fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telur stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu. Með handboltakveðju, Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleikdeildar Tengdar fréttir Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að vegna óviðráðanlegra orsaka hafi ekki hægt að verða við bón kvennaliðs félagsins um að halda sameiginlegt lokahóf með karlaliðinu. Stjórnin hafi fundað með leikmönnum kvennaliðsins í gærkvöldi þar sem andrúmsloftið var hreinsað og „misskilningur leiðréttur.“Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni sem birt var á heimasíðu Aftureldingar í gærkvöldi. Íris Kristín Smith, leikmaður kvennaliðsins, skýrði frá því á Twitter að kvöldi föstudagsins 12. maí, kvöldið sem lokahóf karlaliðsins fór fram, að stjórnin hefði ákveðið að halda lokahóf fyrir karlaliðið en ekki kvennaliðið.Stjórnin að halda lokahóf fyrir mfl karla, en það var ekki möguleiki að halda lokahóf fyrir okkur stelpurnar... #handbolti #þreytt— Íris Kristín Smith (@Irisksmith) May 12, 2017 Ítrekaði hún þetta í viðtali við Nútímann. „Þetta er óþolandi, að við þurfum alltaf að vera eftir og fáum aldrei að vera með,“ segir Íris. Inga Lilja Lárusdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar og formaður meistaraflokksráðs kvenna sagði í framhaldinu við Vísi að lokahóf yrði haldið fyrir stelpurnar eins og strákana.Í tilkynningunni segir að leikmaður kvennaliðsins hafi óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd liðsins að lokahófið yrði sameiginlegt hjá strákunum og stelpunum. „Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi,“ segir í tilkynningunni. Ekki er útskýrt nánar hverjar óviðráðanlegu orsakirnar eru. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar áréttar að alltaf hafi staðið til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Sama kvöld fer lokahóf HSÍ fram.Úr leik Aftureldingar og ÍBV í Olís-deild kvenna.vísir/ernirMisskilningur leiðréttur „Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna.“ Haldinn hafi verið fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. „Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað.“ Þá er tekið fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telji stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. „Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðanVegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd kvennaliðsins að haldið væri sameiginlegt lokahóf karla- og kvennaliðs félagsins í handbolta. Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna. Haldin var fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað. Rétt er að taka fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telur stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu. Með handboltakveðju, Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleikdeildar
Tengdar fréttir Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02