Macron ýjar að Frexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche!, þykir sigurstranglegur. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23
Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45