ESA kannar ábyrgð ríkisins á afleiðusamningum Landsvirkjunar Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2017 10:00 Að mati ESA geta ábyrgðirnar á afleiðusamningum Landsvirkjunar leitt til efnahagslegs ávinnings fyrir fyrirtækið og því virðast þær ekki vera í samræmi við EES-reglur. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á afleiðusamningum Landsvirkjunar feli í sér ríkisaðstoð sem stangast á við EES-samninginn. „Könnun ESA lýtur að því hvort Landsvirkjun nýtur efnahagslegs ávinnings af ríkisábyrgðinni eða hvort endurgjaldið fyrir hana er á markaðskjörum. Ákvörðunin í dag felur ekki í sér niðurstöðu í málinu,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA. Fram kemur í tilkynningu að Landsvirkjun sé stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi og fimmti stærsti framleiðandi endurnýjanlegrar raforku í Evrópu. Í samningum um stóriðju sé fyrirtækið í samkeppni við aðra framleiðendur í Evrópu. Til að verjast gengis- og vaxtaáhættu í skuldasafni sínu hafi Landsvirkjun gert ýmiss konar afleiðusamninga sem íslenska ríkið hefur gengið í ábyrgð fyrir. Seðlabanki Íslands fer hlutverk Ríkisábyrgðasjóðs og þar með umsýslu ríkisábyrgða samkvæmt samningi við fjármálaráðuneytið. Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES-samningsins og ríkisábyrgðir sem ekki eru á markaðskjörum geta því verið brot á samningnum. Í rannsókn sem lauk árið 2009 komst ESA að þeirri niðurstöðu að ótakmarkaðar ríkisábyrgðir fælu í sér ríkisaðstoð, sem ekki samræmdist EES-samningnum og var íslenskum stjórnvöldum falið að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að lánssamningar Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur stönguðust á við samninginn. Í kjölfarið var lögum breytt á Íslandi þannig að fyrirtækjunum ber að greiða ríkisábyrgðargjald sem samsvarar þeim ávinningi sem þau njóta vegna ríkisábyrgðarinnar. Má ábyrgðin ekki ná til meira en 80% af útlánum eða fjárhagsskuldbindingum. Ábyrgðirnar, sem gefnar eru út til Landsvirkjunar vegna afleiðusamninga, falla ekki undir þennan ramma og virðast ekki uppfylla þessi skilyrði. Að mati ESA geta ábyrgðirnar á afleiðusamningum Landsvirkjunar leitt til efnahagslegs ávinnings fyrir fyrirtækið og því virðast þær ekki vera í samræmi við EES-reglur. Þegar ESA hefur fengið fullnægjandi upplýsingar og lokið rannsókn sinni getur niðurstaðan þó orðið sú að ekki sé um að ræða ríkisaðstoð eða að ríkisaðstoð sé í samræmi við EES-samninginn að hluta eða öllu leyti. ESA kallar nú eftir athugasemdum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Jafnframt kallar stofnunin eftir athugasemdum frá þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Ákvörðunin verður innan skamms birt á vefsíðu ESA og í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og EFTA-viðauka þeirra. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á afleiðusamningum Landsvirkjunar feli í sér ríkisaðstoð sem stangast á við EES-samninginn. „Könnun ESA lýtur að því hvort Landsvirkjun nýtur efnahagslegs ávinnings af ríkisábyrgðinni eða hvort endurgjaldið fyrir hana er á markaðskjörum. Ákvörðunin í dag felur ekki í sér niðurstöðu í málinu,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA. Fram kemur í tilkynningu að Landsvirkjun sé stærsti raforkuframleiðandi á Íslandi og fimmti stærsti framleiðandi endurnýjanlegrar raforku í Evrópu. Í samningum um stóriðju sé fyrirtækið í samkeppni við aðra framleiðendur í Evrópu. Til að verjast gengis- og vaxtaáhættu í skuldasafni sínu hafi Landsvirkjun gert ýmiss konar afleiðusamninga sem íslenska ríkið hefur gengið í ábyrgð fyrir. Seðlabanki Íslands fer hlutverk Ríkisábyrgðasjóðs og þar með umsýslu ríkisábyrgða samkvæmt samningi við fjármálaráðuneytið. Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES-samningsins og ríkisábyrgðir sem ekki eru á markaðskjörum geta því verið brot á samningnum. Í rannsókn sem lauk árið 2009 komst ESA að þeirri niðurstöðu að ótakmarkaðar ríkisábyrgðir fælu í sér ríkisaðstoð, sem ekki samræmdist EES-samningnum og var íslenskum stjórnvöldum falið að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að lánssamningar Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur stönguðust á við samninginn. Í kjölfarið var lögum breytt á Íslandi þannig að fyrirtækjunum ber að greiða ríkisábyrgðargjald sem samsvarar þeim ávinningi sem þau njóta vegna ríkisábyrgðarinnar. Má ábyrgðin ekki ná til meira en 80% af útlánum eða fjárhagsskuldbindingum. Ábyrgðirnar, sem gefnar eru út til Landsvirkjunar vegna afleiðusamninga, falla ekki undir þennan ramma og virðast ekki uppfylla þessi skilyrði. Að mati ESA geta ábyrgðirnar á afleiðusamningum Landsvirkjunar leitt til efnahagslegs ávinnings fyrir fyrirtækið og því virðast þær ekki vera í samræmi við EES-reglur. Þegar ESA hefur fengið fullnægjandi upplýsingar og lokið rannsókn sinni getur niðurstaðan þó orðið sú að ekki sé um að ræða ríkisaðstoð eða að ríkisaðstoð sé í samræmi við EES-samninginn að hluta eða öllu leyti. ESA kallar nú eftir athugasemdum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Jafnframt kallar stofnunin eftir athugasemdum frá þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Ákvörðunin verður innan skamms birt á vefsíðu ESA og í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og EFTA-viðauka þeirra.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur