Kópavogsbær laus undan eftirlitsnefnd tveimur árum á undan áætlun Sæunn Gísladóttir skrifar 21. apríl 2017 11:16 Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam tæplega 1,2 milljörðum króna árið 2016. Vísir/GVA Tímamót urðu í rekstri Kópavogsbæjar í árslok 2016 þegar skuldahlutfall bæjarins fór undir 150 prósent viðmið. Skuldahlutfall Kópavogsbæjar var 146 prósent í árslok sem þýðir að bærinn er laus undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, tveimur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir segir í tilkynningu. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam tæplega 1,2 milljörðum króna árið 2016. Það er ríflega fjórfalt meiri afgangur en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir 257 milljóna afgangi. Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar sem lagður verður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 25. apríl. „Það eru ánægjuleg og mikilsverð tímamót að skuldahlutfallið sé komið niður fyrir 150 prósent og eins að rekstrarafgangur sé svo mikill sem raun ber vitni. Jákvæð afkoma bæjarfélagsins skýrist meðal annars af lóðaúthlutunum og fjölgun í bæjarfélaginu. Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti, en við leggjum samt áfram áherslu á aðhald og í rekstrinum, það er ekki síst nauðsynlegt þegar svo mikil þensla er í samfélaginu. Ársreikningurinn endurspeglar þessar áherslur sem lagðar hafa verið í rekstri bæjarfélagsins undanfarin ár,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. Laun og launatengd gjöld voru alls 14,2 milljarðar króna sem er 3,2 prósent yfir því sem áætlað var, einkum vegna launahækkana. Framlag til lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins voru tæplega 1,2 milljarðar króna sem er 823 milljónir umfram áætlun. Hækkunin er meðal annars tilkomin vegna breytinga á reiknigrunni lífeyris, þar sem meðal annars er tekið tillit til lengri ævilíka. Heildarfjöldi starfsmanna hjá sveitarfélaginu í árslok 2016 var 2.856 en meðalfjöldi stöðugilda 2.165. Tekjur sveitarfélagsins námu rúmlega 28,1 milljarði en gert hafði verið ráð fyrir ríflega 26 milljörðum í tekjur fyrir A og B-hluta. Eigið fé samstæðunnar nam í árslok 17,2 milljörðum, en eigið fé A-hluta nam tæplega 16 milljörðum. Veltufé frá rekstri, var 3,6 milljarðar króna, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 3,4 milljörðum. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Rekstrarniðurstaða A-hlutans var jákvæð um 617 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir 103 milljóna króna afgangi. Skuldahlutfall samstæðu er sem fyrr segir 146 prósent en var 162,5 prósent í árslok 2015. Það var hæst 242 prósent árið 2010. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2016 og alls greiddar 2,1 milljarðar í afborganir lána. Á síðasta ári hófust framkvæmdir við nýtt íþróttahús við Vatnsendaskóla. Lokið var við stækkun Hörðuvallaskóla. Keypt var nýtt húsnæði fyrir stjórnsýslu bæjarins og húsnæði fyrir nýtt búsetuúrræði í félagsþjónustu. Þá keypti bærinn húsnæði Myndlistarskólans í Kópavogi. Af umfangsmiklum verkefnum á árinu 2017 má nefna að áfram verður haldið með íþróttahús Vatnsendaskóla. Framkvæmdir við húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs hefjast síðar á þessu ári og stækkun Kársnesskóla verður flýtt. Stefnt er að sölu fasteigna í Fannborg sem hýst hafa húsnæði stjórnsýslunnar. Þá verður íbúalýðræðisverkefnið Okkar Kópavogur sett í gang í annað sinn. Ekki verða tekin ný lán vegna þessara verkefna. Íbúar Kópavogs voru 35.234 þann 1. desember 2016 og fjölgaði um 1.129 frá fyrra ári eða um 3,31 prósent. Tengdar fréttir Fjármál Hafnarfjarðar ekki lengur undir eftirliti Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins fyrir óreglulega liði var jákvæð um 754 milljónir á síðasta ári. 12. apríl 2017 09:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Tímamót urðu í rekstri Kópavogsbæjar í árslok 2016 þegar skuldahlutfall bæjarins fór undir 150 prósent viðmið. Skuldahlutfall Kópavogsbæjar var 146 prósent í árslok sem þýðir að bærinn er laus undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, tveimur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir segir í tilkynningu. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam tæplega 1,2 milljörðum króna árið 2016. Það er ríflega fjórfalt meiri afgangur en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir 257 milljóna afgangi. Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar sem lagður verður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 25. apríl. „Það eru ánægjuleg og mikilsverð tímamót að skuldahlutfallið sé komið niður fyrir 150 prósent og eins að rekstrarafgangur sé svo mikill sem raun ber vitni. Jákvæð afkoma bæjarfélagsins skýrist meðal annars af lóðaúthlutunum og fjölgun í bæjarfélaginu. Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti, en við leggjum samt áfram áherslu á aðhald og í rekstrinum, það er ekki síst nauðsynlegt þegar svo mikil þensla er í samfélaginu. Ársreikningurinn endurspeglar þessar áherslur sem lagðar hafa verið í rekstri bæjarfélagsins undanfarin ár,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. Laun og launatengd gjöld voru alls 14,2 milljarðar króna sem er 3,2 prósent yfir því sem áætlað var, einkum vegna launahækkana. Framlag til lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins voru tæplega 1,2 milljarðar króna sem er 823 milljónir umfram áætlun. Hækkunin er meðal annars tilkomin vegna breytinga á reiknigrunni lífeyris, þar sem meðal annars er tekið tillit til lengri ævilíka. Heildarfjöldi starfsmanna hjá sveitarfélaginu í árslok 2016 var 2.856 en meðalfjöldi stöðugilda 2.165. Tekjur sveitarfélagsins námu rúmlega 28,1 milljarði en gert hafði verið ráð fyrir ríflega 26 milljörðum í tekjur fyrir A og B-hluta. Eigið fé samstæðunnar nam í árslok 17,2 milljörðum, en eigið fé A-hluta nam tæplega 16 milljörðum. Veltufé frá rekstri, var 3,6 milljarðar króna, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 3,4 milljörðum. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Rekstrarniðurstaða A-hlutans var jákvæð um 617 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir 103 milljóna króna afgangi. Skuldahlutfall samstæðu er sem fyrr segir 146 prósent en var 162,5 prósent í árslok 2015. Það var hæst 242 prósent árið 2010. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2016 og alls greiddar 2,1 milljarðar í afborganir lána. Á síðasta ári hófust framkvæmdir við nýtt íþróttahús við Vatnsendaskóla. Lokið var við stækkun Hörðuvallaskóla. Keypt var nýtt húsnæði fyrir stjórnsýslu bæjarins og húsnæði fyrir nýtt búsetuúrræði í félagsþjónustu. Þá keypti bærinn húsnæði Myndlistarskólans í Kópavogi. Af umfangsmiklum verkefnum á árinu 2017 má nefna að áfram verður haldið með íþróttahús Vatnsendaskóla. Framkvæmdir við húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs hefjast síðar á þessu ári og stækkun Kársnesskóla verður flýtt. Stefnt er að sölu fasteigna í Fannborg sem hýst hafa húsnæði stjórnsýslunnar. Þá verður íbúalýðræðisverkefnið Okkar Kópavogur sett í gang í annað sinn. Ekki verða tekin ný lán vegna þessara verkefna. Íbúar Kópavogs voru 35.234 þann 1. desember 2016 og fjölgaði um 1.129 frá fyrra ári eða um 3,31 prósent.
Tengdar fréttir Fjármál Hafnarfjarðar ekki lengur undir eftirliti Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins fyrir óreglulega liði var jákvæð um 754 milljónir á síðasta ári. 12. apríl 2017 09:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fjármál Hafnarfjarðar ekki lengur undir eftirliti Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins fyrir óreglulega liði var jákvæð um 754 milljónir á síðasta ári. 12. apríl 2017 09:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur