Glitnir hyggst greiða 2.700 milljónir króna í bónus til lykilmanna Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Taconic og sjóður í eigu George Soros eru á meðal stærstu hluthafa Glitnis. Fréttablaðið/Heiða Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga í árslok 2015, áætlar að bónusgreiðslur til handa stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum félagsins verði samanlagt 22,85 milljónir evra, jafnvirði um 2,7 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Glitnis fyrir árið 2016, sem hefur ekki verið gerður opinber en Markaðurinn hefur undir höndum, en bróðurparturinn af þeirri fjárhæð, eða um 74 prósent, rennur í skaut þriggja stjórnarmanna Glitnis. Stjórn Glitnis HoldCo er skipuð þremur erlendum ríkisborgum og munu greiðslur og launatengd gjöld félagsins að óbreyttu nema um tveimur milljörðum króna vegna bónusa til þeirra. Sá bónus sem stjórnarmennirnir geta því vænst að fá að meðaltali í sinn hlut á mann nemur yfir 600 milljónum. Afgangurinn af bónuspottinum – samtals um 700 milljónir – fer til íslenskra lykilstjórnenda félagsins. Þar munar langsamlega mest um greiðslur til Ingólfs Haukssonar, forstjóra Glitnis Holdco, Snorra Arnars Viðarssonar, forstöðumanns eignastýringar, og Ragnars Björgvinssonar yfirlögfræðings. Markaðurinn greindi frá því 8. mars síðastliðinn að lykilstjórnendur Glitnis væru búnir að vinna sér inn bónusgreiðslur sem næmu samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljónum, samkvæmt útreikningum blaðsins á þeim tíma, í samræmi við umfangsmikið bónuskerfi sem var samþykkt á hluthafafundi í mars 2016. Ljóst var hins vegar að bónuspotturinn ætti eftir að stækka talsvert samhliða frekari útgreiðslum til skuldabréfaeigenda en í lok mars var Glitnir búið að greiða þeim samtals um 1.270 milljónir evra. Núna liggur fyrir, samkvæmt áætlunum Glitnis HoldCo, að heildarbónusgreiðslur, ásamt launatengdum gjöldum, verði sem fyrr segir um 23 milljónir evra. Það er nánast sama upphæð – í evrum talið – og íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, greiddi í bónusa til um tuttugu þáverandi og fyrrverandi lykilstarfsmanna í desember 2015. Fjórir æðstu stjórnendur félagsins fengu um helminginn af þeirri fjárhæð í sinn hlut í bónus.Ingólfur Hauksson er forstjóri Glitnis.Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar Glitnis er ástæða þess að lykilstjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér í eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður yrði lagður niður og fjármunirnir þess í stað greiddir út til hluthafa. Ef ekki hefði komið til þess samkomulags hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir að fá greiddan bónus í sinn hlut – og heildarbónusgreiðslur hefðu sömuleiðis verið umtalsvert lægri. Fram kemur í ársreikningi Glitnis að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjóra Glitnis hafi verið samtals 1,9 milljónir evra, jafnvirði 230 milljóna króna, á árinu 2016. Aðalfundur Glitnis HoldCo fer fram í dag, miðvikudag, en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn, og Markaðurinn hefur undir höndum, er lagt til að þóknun stjórnarmanna verði óbreytt frá fyrra ári. Þannig mun Bretinn Mike Wheeler því fá 525 þúsund evrur á ári fyrir sín stjórnarstörf á meðan Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl fá hvor um sig 350 þúsund evrur. Stærsti einstaki hluthafi Glitnis er félag í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital sem eignaðist nýlega tæplega 10 prósenta hlut í Arion banka. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Solus Alternative Asset Management og QPTF, sem er vogunarsjóður í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í kjölfar nauðasamninga í árslok 2015, áætlar að bónusgreiðslur til handa stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum félagsins verði samanlagt 22,85 milljónir evra, jafnvirði um 2,7 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Glitnis fyrir árið 2016, sem hefur ekki verið gerður opinber en Markaðurinn hefur undir höndum, en bróðurparturinn af þeirri fjárhæð, eða um 74 prósent, rennur í skaut þriggja stjórnarmanna Glitnis. Stjórn Glitnis HoldCo er skipuð þremur erlendum ríkisborgum og munu greiðslur og launatengd gjöld félagsins að óbreyttu nema um tveimur milljörðum króna vegna bónusa til þeirra. Sá bónus sem stjórnarmennirnir geta því vænst að fá að meðaltali í sinn hlut á mann nemur yfir 600 milljónum. Afgangurinn af bónuspottinum – samtals um 700 milljónir – fer til íslenskra lykilstjórnenda félagsins. Þar munar langsamlega mest um greiðslur til Ingólfs Haukssonar, forstjóra Glitnis Holdco, Snorra Arnars Viðarssonar, forstöðumanns eignastýringar, og Ragnars Björgvinssonar yfirlögfræðings. Markaðurinn greindi frá því 8. mars síðastliðinn að lykilstjórnendur Glitnis væru búnir að vinna sér inn bónusgreiðslur sem næmu samtals á bilinu 1.175 til 1.720 milljónum, samkvæmt útreikningum blaðsins á þeim tíma, í samræmi við umfangsmikið bónuskerfi sem var samþykkt á hluthafafundi í mars 2016. Ljóst var hins vegar að bónuspotturinn ætti eftir að stækka talsvert samhliða frekari útgreiðslum til skuldabréfaeigenda en í lok mars var Glitnir búið að greiða þeim samtals um 1.270 milljónir evra. Núna liggur fyrir, samkvæmt áætlunum Glitnis HoldCo, að heildarbónusgreiðslur, ásamt launatengdum gjöldum, verði sem fyrr segir um 23 milljónir evra. Það er nánast sama upphæð – í evrum talið – og íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás fjárfestingabanki, greiddi í bónusa til um tuttugu þáverandi og fyrrverandi lykilstarfsmanna í desember 2015. Fjórir æðstu stjórnendur félagsins fengu um helminginn af þeirri fjárhæð í sinn hlut í bónus.Ingólfur Hauksson er forstjóri Glitnis.Samkomulag sem stjórn Glitnis gerði undir lok síðasta árs við fyrrverandi meðlimi slitastjórnar Glitnis er ástæða þess að lykilstjórnendur félagsins hafa nú þegar unnið sér inn háar bónusgreiðslur. Samkomulagið fól meðal annars í sér í eingreiðslu upp á 640 milljónir til Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar gegn því að 68 milljóna evra skaðleysissjóður yrði lagður niður og fjármunirnir þess í stað greiddir út til hluthafa. Ef ekki hefði komið til þess samkomulags hefðu stjórnendur Glitnis þurft að bíða lengur eftir að fá greiddan bónus í sinn hlut – og heildarbónusgreiðslur hefðu sömuleiðis verið umtalsvert lægri. Fram kemur í ársreikningi Glitnis að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjóra Glitnis hafi verið samtals 1,9 milljónir evra, jafnvirði 230 milljóna króna, á árinu 2016. Aðalfundur Glitnis HoldCo fer fram í dag, miðvikudag, en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn, og Markaðurinn hefur undir höndum, er lagt til að þóknun stjórnarmanna verði óbreytt frá fyrra ári. Þannig mun Bretinn Mike Wheeler því fá 525 þúsund evrur á ári fyrir sín stjórnarstörf á meðan Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl fá hvor um sig 350 þúsund evrur. Stærsti einstaki hluthafi Glitnis er félag í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital sem eignaðist nýlega tæplega 10 prósenta hlut í Arion banka. Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars Solus Alternative Asset Management og QPTF, sem er vogunarsjóður í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent