Fyrrverandi forstjóri FL Group ásamt öðrum fjárfestum kaupa meirihluta í Stoðum Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Helsta eigna Stoða, áður FL Group, er tæplega níu prósenta hlutur í evrópskra drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber. Íslenskir fjárfestar ásamt tryggingafélaginu TM hafa keypt rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrir kaupin var Glitnir stærsti hluthafi Stoða með 40 prósent en helsta eign félagsins er 8,87 prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber sem er skráður á markað í Hollandi. Auk TM samanstendur kaupendahópurinn af félögum á vegum Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Magnúsi Ármanni Jónssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni í FL Group. Jón hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009.Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, er á meðal kaupenda að hlutnum í Stoðum en hann hefur setið í stjórn Refresco Gerber frá árinu 2009.Ekki fást upplýsingar um hvað greitt var fyrir hlutinn en miðað við núverandi gengi bréfa Refresco Gerber er markaðsvirði þess um 170 milljarðar króna. Kaupverðið á ríflega helmingshlut í Stoðum, en nánast eina eign þess er 8,87 prósenta hlutur í Refresco Gerber, gæti því verið um sjö til átta milljarðar króna. Hlutur Stoða í Refresco var bókfærður á 12,7 milljarða í árslok 2016 en gengi bréfa félagsins hefur hækkað í verði um meira en tuttugu prósent í þessum mánuði. Eignarhlutur Stoða í Refresco Gerber er í gegnum eignarhaldsfélagið Ferskur Holding sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi drykkjarvöruframleiðandans með liðlega 14,5 prósenta hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding í eigu Kaupþings og félags í eigu Arion banka og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Íslenskir fjárfestar ásamt tryggingafélaginu TM hafa keypt rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrir kaupin var Glitnir stærsti hluthafi Stoða með 40 prósent en helsta eign félagsins er 8,87 prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber sem er skráður á markað í Hollandi. Auk TM samanstendur kaupendahópurinn af félögum á vegum Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Magnúsi Ármanni Jónssyni, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni í FL Group. Jón hefur setið í stjórn Refresco frá árinu 2009.Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, er á meðal kaupenda að hlutnum í Stoðum en hann hefur setið í stjórn Refresco Gerber frá árinu 2009.Ekki fást upplýsingar um hvað greitt var fyrir hlutinn en miðað við núverandi gengi bréfa Refresco Gerber er markaðsvirði þess um 170 milljarðar króna. Kaupverðið á ríflega helmingshlut í Stoðum, en nánast eina eign þess er 8,87 prósenta hlutur í Refresco Gerber, gæti því verið um sjö til átta milljarðar króna. Hlutur Stoða í Refresco var bókfærður á 12,7 milljarða í árslok 2016 en gengi bréfa félagsins hefur hækkað í verði um meira en tuttugu prósent í þessum mánuði. Eignarhlutur Stoða í Refresco Gerber er í gegnum eignarhaldsfélagið Ferskur Holding sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi drykkjarvöruframleiðandans með liðlega 14,5 prósenta hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding í eigu Kaupþings og félags í eigu Arion banka og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira