Á álfaeyrunum Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2017 11:00 Úr Álfahöllinni í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhúsið speglar alltaf samtímann á einhverskonar hátt, allt frá verkefnavali til viðtöku áhorfenda á efninu. En leikhúsið og sviðslistafólk þarf ávallt að endurskilgreina tilgang sinn og finna nýjar leiðir til að tengjast áhorfandanum. Í Álfahöllinni gerir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson, í slagtogi við hóp listafólks, tilraun til að varpa fram hugmyndum um gildi og tilgang sviðslista, fjalla um sögu Þjóðleikhússins og íslenskan samtíma. Allt í einni sýningu, niðurstaðan er misjöfn. Þegar tjaldið er dregið frá stóra sviðinu blasir við einskonar spegilmynd af sviðinu: forsetasvalirnar eru orðnar fjórar og lítið svið situr aftast, listilega hannað af Berki Jónssyni. Sviðsmyndin er síðan felld fallega saman síðar í sýningunni. Sunneva Ása Weisshappel hannar búningana en leyfir sér óþarfa prjál og sýndarmennsku í búningavali sem skilar litlu. Það eru grunnbúningarnir, svartar buxur og hvítar skyrtur, sem eru áhrifaríkastir. Jóhann Friðrik Ágústsson vinnur lýsinguna einstaklega vel, þá sérstaklega í dimmbláa lokakaflanum. En lítið fer fyrir tónlist Arnbjargar Maríu Daníelsen en tónlistarstjórn og hljóðmynd bæta það upp, sú síðari er í samvinnu við Elvar Geir Sævarsson. Leikskáldið Guðmundur Steinsson var þekktur fyrir að vinna lengi að sínum handritum og endurskrifa oft til að finna hárrétta tóninn. Þorleifur Örn og Jón Atli Jónasson mættu temja sér slíkan aga en sýningin skoppar stöðugt milli misgóðra hugmynda, þó er hraður hóplestur á atriði úr Stundarfriði eftir Guðmund hugvitsamleg og skemmtilega súr. Annars samanstendur fyrri hluti Álfahallarinnar af textabrotum, sögulegum samtíningi og innslögum um þekktar sýningar Þjóðleikhússins. Hlé sýningar er ágætis merki um þann hrærigraut sem sýningin er: allskonar innslög sem skilja mismikið eftir sig. Í þessari höll álfanna skiptir samvinna leikhópsins mestu en Ólafía Hrönn Jónsdóttir er álfadrottningin sem leiðir okkur í gegnum sýninguna, Arnar Jónsson er álfakóngurinn og Þórir Sæmundsson er hirðfíflið klæddur sem Ronald McDonald. Allir fá tækifæri til að leggja hönd á plóg þar sem mörkin á milli persóna og leikenda eru óljós. Flestir standa sig með ágætum en kaldhæðnishúmorinn verður stundum þreyttur. Aldís Amah og Vigdís Hrefna eru með kómísku tímasetningarnar á hreinu, Sigurður Þór hefur verið vannýttur í ár enda fínasti leikari og reyndari einstaklingar eins og Ólafur Egill, Atli Rafn og Baldur Trausti leysa sín verkefni eins og að drekka vatn. Veikustu hlekkirnir eru Þórir og Lára Jóhanna en þau eiga bæði til að vera eintóna. En skilaboðin þarf ekki að tyggja ofan í áhorfendur. Álfaeyrun og undirstrikanir eru óþarfi. Eins og sagt er í sýningunni: það þarf ekki að lesa Sjálfstætt fólk til þess að skilja bókina. Áhorfendur þurfa ekki útskýringar á meðan á sýningu stendur né að skilaboðin séu mötuð ofan í þá, eins og er reyndar bókstaflega gert rétt fyrir hlé með þjóðarkökunni. Verra er að kraftmesta atriði sýningarinnar dofnar vegna þess að upplýst var um innihald hennar í blöðunum fyrir sýningu. Ræða Ólafíu Hrannar um fátækt á Íslandi er áhrifamikil og hjartnæm en kemur lítið á óvart bæði í innihaldi og sviðsrænni útfærslu. Það eru klár forréttindi að verða vitni að Arnari fara með brot úr einu sínu þekktasta hlutverki sem lokar sýningunni á eftirminnilegan hátt. Á þessum lokametrum nær Þorleifur Örn að lenda smiðshögginu en samt sem áður eru þessar tvær senur alveg á skjön við annað sem á undan hefur komið. Sýningin sveigist og beygist í allar áttir en skortir skýra stefnu sem má kannski rekja til þess að tveir handritshöfundar, tveir dramatúrgar og tuttugu-og fimm meðhöfundar eru skrifaðir fyrir handritinu. Þorleifur Örn er einn af okkar bestu leikstjórum en þarf sterkari ramma til að njóta sín. Álfahöllin er skjáskot af samtímanum en berst við svipaða galla og tölvuvædda tilvist okkar: á sínum bestu stundum er hún skondin, ögrandi og hittir beint í mark en alltof oft dettur hún niður í sjálfhverfu, smábrandara og sniðugheit.Niðurstaða: Athyglisverð sviðslistarsamsuða sem skortir aga. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Maður kíkir undir skrápinn og við blasir ótrúleg eymd Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri leggur um þessar mundir lokahönd á sýninguna Álfahöllina í Þjóðleikhúsinu. Þorleifur hefur sterkar skoðanir á leikhúsinu, tilgangi þess og því samfélagi sem það fóstrar. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Myndaveisla: Húrrandi fjör í stórafmæli Húrra Lífið Hafdís segir Emmy tilnefninguna „smá súrrealíska“ Lífið Sturla Atlas og Kolfinna flytja inn saman Lífið Skvísupartý í skartgripaverslun Lífið Frestar öllum tónleikum vegna hrakandi heilsu Lífið Endurvekur misheppnuðustu útihátíð heims Lífið Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði Lífið Aldrei haft jafn þykkt hár Lífið samstarf Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Alien Romulus: Ungmenna Alien May December: Seint koma sumir en koma þó Sjá meira
Leikhúsið speglar alltaf samtímann á einhverskonar hátt, allt frá verkefnavali til viðtöku áhorfenda á efninu. En leikhúsið og sviðslistafólk þarf ávallt að endurskilgreina tilgang sinn og finna nýjar leiðir til að tengjast áhorfandanum. Í Álfahöllinni gerir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson, í slagtogi við hóp listafólks, tilraun til að varpa fram hugmyndum um gildi og tilgang sviðslista, fjalla um sögu Þjóðleikhússins og íslenskan samtíma. Allt í einni sýningu, niðurstaðan er misjöfn. Þegar tjaldið er dregið frá stóra sviðinu blasir við einskonar spegilmynd af sviðinu: forsetasvalirnar eru orðnar fjórar og lítið svið situr aftast, listilega hannað af Berki Jónssyni. Sviðsmyndin er síðan felld fallega saman síðar í sýningunni. Sunneva Ása Weisshappel hannar búningana en leyfir sér óþarfa prjál og sýndarmennsku í búningavali sem skilar litlu. Það eru grunnbúningarnir, svartar buxur og hvítar skyrtur, sem eru áhrifaríkastir. Jóhann Friðrik Ágústsson vinnur lýsinguna einstaklega vel, þá sérstaklega í dimmbláa lokakaflanum. En lítið fer fyrir tónlist Arnbjargar Maríu Daníelsen en tónlistarstjórn og hljóðmynd bæta það upp, sú síðari er í samvinnu við Elvar Geir Sævarsson. Leikskáldið Guðmundur Steinsson var þekktur fyrir að vinna lengi að sínum handritum og endurskrifa oft til að finna hárrétta tóninn. Þorleifur Örn og Jón Atli Jónasson mættu temja sér slíkan aga en sýningin skoppar stöðugt milli misgóðra hugmynda, þó er hraður hóplestur á atriði úr Stundarfriði eftir Guðmund hugvitsamleg og skemmtilega súr. Annars samanstendur fyrri hluti Álfahallarinnar af textabrotum, sögulegum samtíningi og innslögum um þekktar sýningar Þjóðleikhússins. Hlé sýningar er ágætis merki um þann hrærigraut sem sýningin er: allskonar innslög sem skilja mismikið eftir sig. Í þessari höll álfanna skiptir samvinna leikhópsins mestu en Ólafía Hrönn Jónsdóttir er álfadrottningin sem leiðir okkur í gegnum sýninguna, Arnar Jónsson er álfakóngurinn og Þórir Sæmundsson er hirðfíflið klæddur sem Ronald McDonald. Allir fá tækifæri til að leggja hönd á plóg þar sem mörkin á milli persóna og leikenda eru óljós. Flestir standa sig með ágætum en kaldhæðnishúmorinn verður stundum þreyttur. Aldís Amah og Vigdís Hrefna eru með kómísku tímasetningarnar á hreinu, Sigurður Þór hefur verið vannýttur í ár enda fínasti leikari og reyndari einstaklingar eins og Ólafur Egill, Atli Rafn og Baldur Trausti leysa sín verkefni eins og að drekka vatn. Veikustu hlekkirnir eru Þórir og Lára Jóhanna en þau eiga bæði til að vera eintóna. En skilaboðin þarf ekki að tyggja ofan í áhorfendur. Álfaeyrun og undirstrikanir eru óþarfi. Eins og sagt er í sýningunni: það þarf ekki að lesa Sjálfstætt fólk til þess að skilja bókina. Áhorfendur þurfa ekki útskýringar á meðan á sýningu stendur né að skilaboðin séu mötuð ofan í þá, eins og er reyndar bókstaflega gert rétt fyrir hlé með þjóðarkökunni. Verra er að kraftmesta atriði sýningarinnar dofnar vegna þess að upplýst var um innihald hennar í blöðunum fyrir sýningu. Ræða Ólafíu Hrannar um fátækt á Íslandi er áhrifamikil og hjartnæm en kemur lítið á óvart bæði í innihaldi og sviðsrænni útfærslu. Það eru klár forréttindi að verða vitni að Arnari fara með brot úr einu sínu þekktasta hlutverki sem lokar sýningunni á eftirminnilegan hátt. Á þessum lokametrum nær Þorleifur Örn að lenda smiðshögginu en samt sem áður eru þessar tvær senur alveg á skjön við annað sem á undan hefur komið. Sýningin sveigist og beygist í allar áttir en skortir skýra stefnu sem má kannski rekja til þess að tveir handritshöfundar, tveir dramatúrgar og tuttugu-og fimm meðhöfundar eru skrifaðir fyrir handritinu. Þorleifur Örn er einn af okkar bestu leikstjórum en þarf sterkari ramma til að njóta sín. Álfahöllin er skjáskot af samtímanum en berst við svipaða galla og tölvuvædda tilvist okkar: á sínum bestu stundum er hún skondin, ögrandi og hittir beint í mark en alltof oft dettur hún niður í sjálfhverfu, smábrandara og sniðugheit.Niðurstaða: Athyglisverð sviðslistarsamsuða sem skortir aga.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Maður kíkir undir skrápinn og við blasir ótrúleg eymd Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri leggur um þessar mundir lokahönd á sýninguna Álfahöllina í Þjóðleikhúsinu. Þorleifur hefur sterkar skoðanir á leikhúsinu, tilgangi þess og því samfélagi sem það fóstrar. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Myndaveisla: Húrrandi fjör í stórafmæli Húrra Lífið Hafdís segir Emmy tilnefninguna „smá súrrealíska“ Lífið Sturla Atlas og Kolfinna flytja inn saman Lífið Skvísupartý í skartgripaverslun Lífið Frestar öllum tónleikum vegna hrakandi heilsu Lífið Endurvekur misheppnuðustu útihátíð heims Lífið Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði Lífið Aldrei haft jafn þykkt hár Lífið samstarf Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Alien Romulus: Ungmenna Alien May December: Seint koma sumir en koma þó Sjá meira
Maður kíkir undir skrápinn og við blasir ótrúleg eymd Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri leggur um þessar mundir lokahönd á sýninguna Álfahöllina í Þjóðleikhúsinu. Þorleifur hefur sterkar skoðanir á leikhúsinu, tilgangi þess og því samfélagi sem það fóstrar. 6. apríl 2017 10:30