Vonir um íslenska páskafugla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2017 06:00 Valdís Þóra og Ólafía Þórunn verða báðar á fullu næstu daga. mynd/gsí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða flottir fulltrúar íslenska golfsins á erlendri grundu um páskahelgina þegar þær verða báðar í eldlínunni á tveimur stærstu mótaröðum heims. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem íslenskir kylfingar keppa á þessum virtustu mótaröðum kvennagolfsins á sama tíma. Ólafía Þórunn hefur þegar keppt á fjórum mótum á bandarísku mótaröðinni og komist tvisvar í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra er á leiðinni á sitt annað mót á evrópsku mótaröðinni en Ólafía keppti ekki helgina þegar Valdís var á Oates Victorian Open í Ástralíu. Ólafía Þórunn er komin til Hawaii-eyja þar sem hún keppir á Lotte/Hershey-mótinu á LPGA mótaröðinni. Hún hóf keppni í nótt og löngu eftir að Fréttablaðið fór í prentun en klukkan á Hawaii er tíu tímum á eftir þeirri á Íslandi. Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda á Oahu-eyju.Fimmta LPGA-mótið Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum. Það munaði mjög litlu á þriðja mótinu í Phoenix en á síðasta móti í Kaliforníu spilaði hún í fyrsta sinn yfir pari á LPGA-mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir er aftur á móti stödd í Marokkó þar sem hún svo eftirminnilega tryggði sér sæti á evrópsku mótaröðinni í desember síðastliðnum. Valdís var þar í öðru sæti sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Mótið í Marokkó er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET-mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék einnig á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET-móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót á þessu stigi. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian-mótinu í Ástralíu þar sem hún lék samtals á einu höggi undir pari. Hún náði ekki síðasta niðurskurðinum og spilaði því ekki lokadaginn.Ólík tölfræði hjá stelpunum Það er fróðlegt að bera saman tölur stelpnanna í þessum fyrstu mótum sem sýnir að vissu leyti hvað þær eru ólíkar. Það er reyndar aðeins eitt mót búið hjá Valdísi Þóru en samanburðurinn er engu að síður fróðlegur. Ólafía Þórunn kemur nefnilega mjög vel út í nákvæmni í upphafshöggum (84 prósent, 21. sæti) og fáum púttum (29,0 - 27. sæti) en ekki eins vel í því að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (66 prósent - 117. sæti) eða að bjarga sér upp úr sandgryfjum (32 prósent - 129. sæti). Valdís Þóra er aftur á móti best í því að bjarga sér upp úr sandgryfjum (100 prósent - 1. sæti) og að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (78 prósent - 9. sæti) en hefur gengið verr í nákvæmni sinni í upphafshöggum (64 prósent, 77. sæti) og að pútta (32,0 - 69. sæti). Þær geta vonandi bætt þessar tölur um helgina.Bæði mótin á Golfstöðinni Íslenskir golfáhugamenn ættu að geta eytt páskahelginni í að fylgjast með íslensku stelpunum. Lotte/Hershey-mót Ólafíu Þórunnar verður í beinni á Golfstöðinni alla dagana og þá verða tveir síðustu dagarnir á móti Valdísar Þóru í Marokkó einnig sýndir á Golfstöðinni á laugardag og sunnudag. Nú er bara að vona að það verði nóg af íslenskum páskafuglum hjá okkar konum og að þær nái báðar niðurskurðinum, sem verður eftir leik í nótt hjá Ólafíu en eftir leik á morgun hjá Valdísi Þóru. Golf Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða flottir fulltrúar íslenska golfsins á erlendri grundu um páskahelgina þegar þær verða báðar í eldlínunni á tveimur stærstu mótaröðum heims. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem íslenskir kylfingar keppa á þessum virtustu mótaröðum kvennagolfsins á sama tíma. Ólafía Þórunn hefur þegar keppt á fjórum mótum á bandarísku mótaröðinni og komist tvisvar í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra er á leiðinni á sitt annað mót á evrópsku mótaröðinni en Ólafía keppti ekki helgina þegar Valdís var á Oates Victorian Open í Ástralíu. Ólafía Þórunn er komin til Hawaii-eyja þar sem hún keppir á Lotte/Hershey-mótinu á LPGA mótaröðinni. Hún hóf keppni í nótt og löngu eftir að Fréttablaðið fór í prentun en klukkan á Hawaii er tíu tímum á eftir þeirri á Íslandi. Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda á Oahu-eyju.Fimmta LPGA-mótið Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum. Það munaði mjög litlu á þriðja mótinu í Phoenix en á síðasta móti í Kaliforníu spilaði hún í fyrsta sinn yfir pari á LPGA-mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir er aftur á móti stödd í Marokkó þar sem hún svo eftirminnilega tryggði sér sæti á evrópsku mótaröðinni í desember síðastliðnum. Valdís var þar í öðru sæti sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Mótið í Marokkó er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET-mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék einnig á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET-móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót á þessu stigi. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian-mótinu í Ástralíu þar sem hún lék samtals á einu höggi undir pari. Hún náði ekki síðasta niðurskurðinum og spilaði því ekki lokadaginn.Ólík tölfræði hjá stelpunum Það er fróðlegt að bera saman tölur stelpnanna í þessum fyrstu mótum sem sýnir að vissu leyti hvað þær eru ólíkar. Það er reyndar aðeins eitt mót búið hjá Valdísi Þóru en samanburðurinn er engu að síður fróðlegur. Ólafía Þórunn kemur nefnilega mjög vel út í nákvæmni í upphafshöggum (84 prósent, 21. sæti) og fáum púttum (29,0 - 27. sæti) en ekki eins vel í því að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (66 prósent - 117. sæti) eða að bjarga sér upp úr sandgryfjum (32 prósent - 129. sæti). Valdís Þóra er aftur á móti best í því að bjarga sér upp úr sandgryfjum (100 prósent - 1. sæti) og að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (78 prósent - 9. sæti) en hefur gengið verr í nákvæmni sinni í upphafshöggum (64 prósent, 77. sæti) og að pútta (32,0 - 69. sæti). Þær geta vonandi bætt þessar tölur um helgina.Bæði mótin á Golfstöðinni Íslenskir golfáhugamenn ættu að geta eytt páskahelginni í að fylgjast með íslensku stelpunum. Lotte/Hershey-mót Ólafíu Þórunnar verður í beinni á Golfstöðinni alla dagana og þá verða tveir síðustu dagarnir á móti Valdísar Þóru í Marokkó einnig sýndir á Golfstöðinni á laugardag og sunnudag. Nú er bara að vona að það verði nóg af íslenskum páskafuglum hjá okkar konum og að þær nái báðar niðurskurðinum, sem verður eftir leik í nótt hjá Ólafíu en eftir leik á morgun hjá Valdísi Þóru.
Golf Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira