Skuldir heimila og fyrirtækja aukast Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. apríl 2017 18:30 Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust á árinu 2016 þótt sparnaður hafi vaxið á síðustu árum. Fram kemur í tilmælum fjármálastöðugleikaráðs til Fjármálaeftirlitsins að bæði heimili og fyrirtæki stofni um þessar mundir til aukinna skulda þótt skuldirnar vaxi hægar en landsframleiðslan.Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu. Fjármálastöðugleikaráð kom saman fimmtudaginn 6. apríl síðastliðinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjallað var um áhættur í fjármálakerfinu og horfur í þjóðarbúskapnum. Ákveðið var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að halda svokölluðum „sveiflujöfnunarauka“ á innlend útlán bankanna óbreyttum við 1,25 prósent. Sveiflujöfnunarauki er þjóðhagsvarúðartæki. Um er að ræða eiginfjárauka eða viðbótar eigið fé sem bankarnir þurfa að eiga og geta gengið á ef hagkerfið verður fyrir áföllum og það verða útlánatöp í bankakerfinu. Þetta er eiginlegur varasjóður eða viðbótarfé til að jafna sveiflur og þess vegna kallast þetta sveiflujöfnunarauki. Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs til FME með tilmælum um sveiflujöfnunarauka er líka fjallað um skuldaþróun heimila og fyrirtækja en þar segir: „Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust lítillega á árinu 2016 en skuldir í hlutfalli við verga landsframleiðslu lækkuðu. (...) Séu verðtryggðar skuldir settar á fast verðlag, og þær erlendu settar á fast gengi, mælist skuldavöxtur í heild 4,3% á árinu 2016. Því er ljóst að heimili og fyrirtæki stofna um þessar mundir til aukinna skulda, þó svo að á þennan mælikvarða vaxi skuldir hægar en landsframleiðsla.“ Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs kemur hins vegar fram að veðrými heimila og fyrirtækja hafi batnað vegna hækkandi eignaverðs og skuldaleiðréttinga. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja hafi einnig verið lág undanfarin misseri. Aðstæður til aukinnar skuldsetningar séu því fyrir hendi hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Þótt fjármálastöðugleikaráð orði þetta með þessum hætti í bréfi sínu má alls ekki skilja þennan hluta bréfsins á þann veg að ráðið hvetji til aukinnar skuldsetningar. Aðeins er verið að benda á að svigrúmið sé til staðar vegna aukins veðrýmis. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust á árinu 2016 þótt sparnaður hafi vaxið á síðustu árum. Fram kemur í tilmælum fjármálastöðugleikaráðs til Fjármálaeftirlitsins að bæði heimili og fyrirtæki stofni um þessar mundir til aukinna skulda þótt skuldirnar vaxi hægar en landsframleiðslan.Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu. Fjármálastöðugleikaráð kom saman fimmtudaginn 6. apríl síðastliðinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjallað var um áhættur í fjármálakerfinu og horfur í þjóðarbúskapnum. Ákveðið var að beina tilmælum til Fjármálaeftirlitsins um að halda svokölluðum „sveiflujöfnunarauka“ á innlend útlán bankanna óbreyttum við 1,25 prósent. Sveiflujöfnunarauki er þjóðhagsvarúðartæki. Um er að ræða eiginfjárauka eða viðbótar eigið fé sem bankarnir þurfa að eiga og geta gengið á ef hagkerfið verður fyrir áföllum og það verða útlánatöp í bankakerfinu. Þetta er eiginlegur varasjóður eða viðbótarfé til að jafna sveiflur og þess vegna kallast þetta sveiflujöfnunarauki. Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs til FME með tilmælum um sveiflujöfnunarauka er líka fjallað um skuldaþróun heimila og fyrirtækja en þar segir: „Raunskuldir heimila og fyrirtækja jukust lítillega á árinu 2016 en skuldir í hlutfalli við verga landsframleiðslu lækkuðu. (...) Séu verðtryggðar skuldir settar á fast verðlag, og þær erlendu settar á fast gengi, mælist skuldavöxtur í heild 4,3% á árinu 2016. Því er ljóst að heimili og fyrirtæki stofna um þessar mundir til aukinna skulda, þó svo að á þennan mælikvarða vaxi skuldir hægar en landsframleiðsla.“ Í bréfi fjármálastöðugleikaráðs kemur hins vegar fram að veðrými heimila og fyrirtækja hafi batnað vegna hækkandi eignaverðs og skuldaleiðréttinga. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja hafi einnig verið lág undanfarin misseri. Aðstæður til aukinnar skuldsetningar séu því fyrir hendi hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Þótt fjármálastöðugleikaráð orði þetta með þessum hætti í bréfi sínu má alls ekki skilja þennan hluta bréfsins á þann veg að ráðið hvetji til aukinnar skuldsetningar. Aðeins er verið að benda á að svigrúmið sé til staðar vegna aukins veðrýmis.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent