Holur hljómur Stjórnarmaðurinn skrifar 16. apríl 2017 15:46 Í síðastliðinni viku bárust tíðindin af rekstrarvanda dagblaðsins Fréttatímans. Hlé varð að gera á útgáfu blaðsins og starfsfólk fékk ekki greidd laun eins og það hafði gert ráð fyrir og átti rétt á. Ritstjóri blaðsins og aðaleigandi, Gunnar Smári Egilsson, dró á meðan sængina upp fyrir haus og lét ekki í sér heyra meðan starfsfólk tróð marvaðann fyrir framtíð blaðsins. Og það án þess að þiggja laun fyrir. Þegar þetta er ritað er alls óvíst um framtíð Fréttatímans. Gefið hefur verið í skyn að nýir eigendur hyggist koma að útgáfunni, en enn liggur ekkert fyrir í þeim efnum. Vonandi tekst að rétta Fréttatímann við en útséð virðist um að Gunnar Smári komi að þeim leiðangri. Eins og margir vita er þetta ekki í fyrsta sinn sem Gunnar Smári gengur frá fjölmiðlarekstri með öngulinn í rassinum. Hann átti ekki farsæla daga sem forstjóri fjölmiðlarisans Dagsbrúnar á sínum tíma þar sem sinnuleysi um annarra manna fé var sem rauður þráður. Hver man annars ekki eftir hinni íslensku CNN - NFS sem flytja átti fréttir úr örsamfélaginu allan liðlangan daginn? Þekktasta dæmið var þó sennilega fríblaðið Nyhedsavisen sem sigra átti Danmörku á mettíma. Þar sátu fjárfestar enn á ný eftir með sárt ennið. Margir hafa kannski dregið þá ályktun nú eftir Fréttatímafarsann að Gunnari Smára ætti sennilega ekki að treysta fyrir annarra manna fé. Almenningur í landinu virtist að minnsta kosti á þeirri skoðun miðað við hrapallega misheppnaða landssöfnun sem Gunnar Smári efndi til á lokametrunum svo bjarga mætti miðlinum. Sjálfur virðist hann þó hafa dregið aðra ályktun en hann hefur nú stofnað Sósíalistaflokk Íslands. Lokamarkmiðið í þeim efnum hlýtur að verða kjörinn fulltrúi og komast í ráðherrastöðu þar sem hann getur sýslað með almannafé og forgangsraðað eftir eigin höfði. Guð hjálpi okkur öllum. Það er nefnilega ekkert í langri rekstrarsögu Gunnars Smára sem bendir til þess að fólkið í landinu eigi að treysta honum fyrir almannafé. Um það geta fjölmargir einkafjárfestar vottað. Atburðarás liðinnar viku gefur heldur ekki fögur fyrirheit um að launafólk geti treyst sósíalistanum Gunnari Smára fyrir sínum hagsmunum. Auðvelt er fyrir klárt fjölmiðlafólk að básúna skoðanir sínar þannig að allir heyri. Í þetta skiptið er hljómurinn bara heldur holur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í síðastliðinni viku bárust tíðindin af rekstrarvanda dagblaðsins Fréttatímans. Hlé varð að gera á útgáfu blaðsins og starfsfólk fékk ekki greidd laun eins og það hafði gert ráð fyrir og átti rétt á. Ritstjóri blaðsins og aðaleigandi, Gunnar Smári Egilsson, dró á meðan sængina upp fyrir haus og lét ekki í sér heyra meðan starfsfólk tróð marvaðann fyrir framtíð blaðsins. Og það án þess að þiggja laun fyrir. Þegar þetta er ritað er alls óvíst um framtíð Fréttatímans. Gefið hefur verið í skyn að nýir eigendur hyggist koma að útgáfunni, en enn liggur ekkert fyrir í þeim efnum. Vonandi tekst að rétta Fréttatímann við en útséð virðist um að Gunnar Smári komi að þeim leiðangri. Eins og margir vita er þetta ekki í fyrsta sinn sem Gunnar Smári gengur frá fjölmiðlarekstri með öngulinn í rassinum. Hann átti ekki farsæla daga sem forstjóri fjölmiðlarisans Dagsbrúnar á sínum tíma þar sem sinnuleysi um annarra manna fé var sem rauður þráður. Hver man annars ekki eftir hinni íslensku CNN - NFS sem flytja átti fréttir úr örsamfélaginu allan liðlangan daginn? Þekktasta dæmið var þó sennilega fríblaðið Nyhedsavisen sem sigra átti Danmörku á mettíma. Þar sátu fjárfestar enn á ný eftir með sárt ennið. Margir hafa kannski dregið þá ályktun nú eftir Fréttatímafarsann að Gunnari Smára ætti sennilega ekki að treysta fyrir annarra manna fé. Almenningur í landinu virtist að minnsta kosti á þeirri skoðun miðað við hrapallega misheppnaða landssöfnun sem Gunnar Smári efndi til á lokametrunum svo bjarga mætti miðlinum. Sjálfur virðist hann þó hafa dregið aðra ályktun en hann hefur nú stofnað Sósíalistaflokk Íslands. Lokamarkmiðið í þeim efnum hlýtur að verða kjörinn fulltrúi og komast í ráðherrastöðu þar sem hann getur sýslað með almannafé og forgangsraðað eftir eigin höfði. Guð hjálpi okkur öllum. Það er nefnilega ekkert í langri rekstrarsögu Gunnars Smára sem bendir til þess að fólkið í landinu eigi að treysta honum fyrir almannafé. Um það geta fjölmargir einkafjárfestar vottað. Atburðarás liðinnar viku gefur heldur ekki fögur fyrirheit um að launafólk geti treyst sósíalistanum Gunnari Smára fyrir sínum hagsmunum. Auðvelt er fyrir klárt fjölmiðlafólk að básúna skoðanir sínar þannig að allir heyri. Í þetta skiptið er hljómurinn bara heldur holur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira