Lífeyrissjóðir kaupa Gámaþjónustuna ásamt Einari Erni og Jóni Sigurðssyni Hörður Ægisson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Heildarvelta Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar á árinu 2015 var 4,45 milljarðar. VÍSIR/GVA Framtakssjóður á vegum Stefnis ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, er að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni og dótturfélögum hennar fyrir milljarða króna. Jón og Einar Örn verða með um 35 prósenta hlut í félaginu sem stendur að baki kaupunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunnar er Benóný Ólafsson, sem stofnaði fyrirtækið 1983, með ríflega 60 prósenta hlut en aðrir hluthafar áttu í árslok 2015 allir minna en 3,7 prósent í félaginu. Gámaþjónustan hefur verið leiðandi fyrirtæki í flokkun og endurvinnslu úrgangs allt frá því að það hóf starfsemi en á árinu 2015 nam heildarvelta samstæðunnar liðlega 4,45 milljörðum. Þá var EBITDA-hagnaður fyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og opinber gjöld – um 524 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá fyrra ári.Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur.Það er Framtakssjóðurinn SÍA III sem leiðir kaupin á Gámaþjónustunni en fyrirtækið var sett í söluferli á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. SÍA III er tæplega 13 milljarða framtakssjóður sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, kom á fót sumarið 2016. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Kaupin á Gámaþjónustunni eru önnur fjárfesting sjóðsins en í október í fyrra var tilkynnt að SÍA III væri á meðal innlendra og erlendra fjárfesta sem fjármagna uppbyggingu lúxushótelsins Marriott EDITION við Hörpu. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir 2016 en samkvæmt heimildum Markaðarins jókst EBITDA fyrirtækisins á milli ára. Gróflega má áætla að heildarkaupverðið – eigið fé og yfirtaka á skuldum – sé um 3,5 til 4 milljarðar króna. Heildarskuldir Gámaþjónustunnar voru um 3,6 milljarðar í árslok 2015 – þar af voru skuldir við lánastofnanir 2,35 milljarðar – en heildareignir fyrirtækisins ríflega sex milljarðar króna. Á meðal eigna Gámaþjónustunnar eru fasteignir sem voru bókfærðar á tæplega 2,6 milljarða. Einar Örn Ólafsson er á meðal stærstu hluthafa TM og settist í stjórn eftir aðalfund félagsins í síðasta mánuði.Vísir/GVAEiga samanlagt níu prósent í TM Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells eignarhaldsfélags sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur en í lok árs 2015 námu eignir fjárfestingarfélagsins yfir tveimur milljörðum. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hluthafa TM og N1 en Jón hefur setið í stjórn olíufélagsins frá árinu 2014. Jón hætti störfum hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management fyrir meira en ári en þar áður hafði hann verið forstjóri FL Group (síðar Stoðir) á árunum 2007 til 2010. Einar Örn er jafnframt á meðal stærstu hluthafa TM en fjárfestingarfélag hans Einir ehf. á 2,76 prósent í tryggingafélaginu. Hann var kjörinn í stjórn TM á aðalfundi félagsins í liðnum mánuði en fjárfestingarfélögin Einir og Helgafell, sem Jón stýrir, eiga samanlagt ríflega níu prósenta hlut í TM. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Framtakssjóður á vegum Stefnis ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, er að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni og dótturfélögum hennar fyrir milljarða króna. Jón og Einar Örn verða með um 35 prósenta hlut í félaginu sem stendur að baki kaupunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunnar er Benóný Ólafsson, sem stofnaði fyrirtækið 1983, með ríflega 60 prósenta hlut en aðrir hluthafar áttu í árslok 2015 allir minna en 3,7 prósent í félaginu. Gámaþjónustan hefur verið leiðandi fyrirtæki í flokkun og endurvinnslu úrgangs allt frá því að það hóf starfsemi en á árinu 2015 nam heildarvelta samstæðunnar liðlega 4,45 milljörðum. Þá var EBITDA-hagnaður fyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og opinber gjöld – um 524 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá fyrra ári.Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur.Það er Framtakssjóðurinn SÍA III sem leiðir kaupin á Gámaþjónustunni en fyrirtækið var sett í söluferli á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. SÍA III er tæplega 13 milljarða framtakssjóður sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, kom á fót sumarið 2016. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Kaupin á Gámaþjónustunni eru önnur fjárfesting sjóðsins en í október í fyrra var tilkynnt að SÍA III væri á meðal innlendra og erlendra fjárfesta sem fjármagna uppbyggingu lúxushótelsins Marriott EDITION við Hörpu. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir 2016 en samkvæmt heimildum Markaðarins jókst EBITDA fyrirtækisins á milli ára. Gróflega má áætla að heildarkaupverðið – eigið fé og yfirtaka á skuldum – sé um 3,5 til 4 milljarðar króna. Heildarskuldir Gámaþjónustunnar voru um 3,6 milljarðar í árslok 2015 – þar af voru skuldir við lánastofnanir 2,35 milljarðar – en heildareignir fyrirtækisins ríflega sex milljarðar króna. Á meðal eigna Gámaþjónustunnar eru fasteignir sem voru bókfærðar á tæplega 2,6 milljarða. Einar Örn Ólafsson er á meðal stærstu hluthafa TM og settist í stjórn eftir aðalfund félagsins í síðasta mánuði.Vísir/GVAEiga samanlagt níu prósent í TM Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells eignarhaldsfélags sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur en í lok árs 2015 námu eignir fjárfestingarfélagsins yfir tveimur milljörðum. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hluthafa TM og N1 en Jón hefur setið í stjórn olíufélagsins frá árinu 2014. Jón hætti störfum hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management fyrir meira en ári en þar áður hafði hann verið forstjóri FL Group (síðar Stoðir) á árunum 2007 til 2010. Einar Örn er jafnframt á meðal stærstu hluthafa TM en fjárfestingarfélag hans Einir ehf. á 2,76 prósent í tryggingafélaginu. Hann var kjörinn í stjórn TM á aðalfundi félagsins í liðnum mánuði en fjárfestingarfélögin Einir og Helgafell, sem Jón stýrir, eiga samanlagt ríflega níu prósenta hlut í TM. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira