Handbolti

Enginn Aron í öruggum sigri Veszprém

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í leik með Veszprém.
Aron í leik með Veszprém. vísir/epa
Veszprém er enn með yfirburðastöðu í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta.

Í dag vann liðið fimm marka sigur, 28-23, á Braun Gyöngyos en það er með neðstu liðum deildarinnar.

Veszprém er með átta stiga forskot í deildinni og ekkert mun koma í veg fyrir að liðið vinna enn eitt meistaratitilinn.

Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Veszprém í dag en meiðsli sem hann hlaut í nóvember eru enn að gera honum erfitt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×