Íslendingar aftur farnir að kaupa eignir á Spáni Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2017 06:30 Að sögn Aðalheiðar er meira um að ungt fólk kaupi fasteignir á Spáni nú en það vill nýjan lífsstíl og að búa í betra veðri. vísir/getty „Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira