Íslendingar aftur farnir að kaupa eignir á Spáni Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2017 06:30 Að sögn Aðalheiðar er meira um að ungt fólk kaupi fasteignir á Spáni nú en það vill nýjan lífsstíl og að búa í betra veðri. vísir/getty „Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira