Íslendingar aftur farnir að kaupa eignir á Spáni Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2017 06:30 Að sögn Aðalheiðar er meira um að ungt fólk kaupi fasteignir á Spáni nú en það vill nýjan lífsstíl og að búa í betra veðri. vísir/getty „Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira