Guðmundur: Stóð í mótvindi í Danmörku í þrjú ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2017 19:00 Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur í handbolta, hélt afar áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur um leið sína og danska landsliðsins að Ólympíugullinu í Ríó á súpufundi HSÍ í dag. Guðmundur hefur haft tíma til að ferðast með fyrirlesturinn þar sem hann lét af störfum hjá danska sambandinu fyrr á árinu. „Ég gerði þetta 2008 en nú er ég með alveg nýja sýn og er búinn að öðlast meiri reynslu. Svo hef ég í millitíðinni þjálfað á erlendum vettvangi. Þá hefur maður fengið enn meiri reynslu,“ segir Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur kominn með nýtt starf Guðmundur sagði í fyrirlestri sínum að Ólympíugullið í Ríó sé toppurinn á 27 ára þjálfaraferli sínum. Hann hefur verið lengi að og leggur mikið á sig en hvernig fer hann að því að brenna ekki út?„Ég hef sjálfsagt verið stundum nálægt því að brenna út. Stundum hef ég orðið mjög þreyttur. Ég held að það sé þessi ástríða. Ég hef haft svo gaman að þessu og haft ofboðslegan drifkraft og reynt að ná árangri. Ég hef sett mér mjög háleit markmið og hef elskað að fara á eftir þeim.“ Guðmundur hugsar glaðbeittur til baka á tíma sinn með danska liðinu en það var ekkert grín að þjálfa Danina sem stóðu sumir í baknagi á miðjum Ólympíuleikunum. „Þetta var ofboðslega erfitt tímabil. Ég get alveg sagt það að ég var í mótvindi í tæp þrjú ár. Það helgaðist af því að menn voru ekki á eitt sáttir við hvernig ég var að spila, hvernig varnarleikurinn var og hitt og þetta,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sem var sagt og skrifað gengur Guðmundur sáttur frá borði. „Ég held nú að á endanum er danska þjóðin mjög þakklát og ég finn ekki fyrir öðru þegar ég er á ferðalagi í Danmörku að það er mjög mikill velvilji í minn garð,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur í handbolta, hélt afar áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur um leið sína og danska landsliðsins að Ólympíugullinu í Ríó á súpufundi HSÍ í dag. Guðmundur hefur haft tíma til að ferðast með fyrirlesturinn þar sem hann lét af störfum hjá danska sambandinu fyrr á árinu. „Ég gerði þetta 2008 en nú er ég með alveg nýja sýn og er búinn að öðlast meiri reynslu. Svo hef ég í millitíðinni þjálfað á erlendum vettvangi. Þá hefur maður fengið enn meiri reynslu,“ segir Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur kominn með nýtt starf Guðmundur sagði í fyrirlestri sínum að Ólympíugullið í Ríó sé toppurinn á 27 ára þjálfaraferli sínum. Hann hefur verið lengi að og leggur mikið á sig en hvernig fer hann að því að brenna ekki út?„Ég hef sjálfsagt verið stundum nálægt því að brenna út. Stundum hef ég orðið mjög þreyttur. Ég held að það sé þessi ástríða. Ég hef haft svo gaman að þessu og haft ofboðslegan drifkraft og reynt að ná árangri. Ég hef sett mér mjög háleit markmið og hef elskað að fara á eftir þeim.“ Guðmundur hugsar glaðbeittur til baka á tíma sinn með danska liðinu en það var ekkert grín að þjálfa Danina sem stóðu sumir í baknagi á miðjum Ólympíuleikunum. „Þetta var ofboðslega erfitt tímabil. Ég get alveg sagt það að ég var í mótvindi í tæp þrjú ár. Það helgaðist af því að menn voru ekki á eitt sáttir við hvernig ég var að spila, hvernig varnarleikurinn var og hitt og þetta,“ segir hann. Þrátt fyrir allt sem var sagt og skrifað gengur Guðmundur sáttur frá borði. „Ég held nú að á endanum er danska þjóðin mjög þakklát og ég finn ekki fyrir öðru þegar ég er á ferðalagi í Danmörku að það er mjög mikill velvilji í minn garð,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45