Fullyrða enn að þýski Hauck & Aufhäuser hafi keypt hlut Haraldur Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 06:00 Ólafur Ólafsson og samstarfsmenn hans eru bornir þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem er meðal annars byggð á tölvupóstssamskiptum og öðrum gögnum. vísir/pjetur Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira
Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira