Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Samson-hópurinn samanstóð af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þeir keyptu kjölfestuhlut í Landsbankanum. vísir/ÞÖK Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira