Stefnt að opnun Brauðs & Co við hlið Kaffi Vest Haraldur Guðmundsson skrifar 22. mars 2017 08:00 Gamla apótekið var áður rekið þar sem fjórða bakarí Brauð & Co gæti opnað. Vísir/Stefán Eigendur Brauðs & Co eiga í viðræðum um opnun á súrdeigsbakaríi við hlið Kaffihúss Vesturbæjar (Kaffi Vest) við Melhaga. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er gert ráð fyrir að bakaríið verði opnað í haust í verslunarplássi þar sem Gamla apótekið var áður til húsa. Brauð & Co rekur nú bakarí við Frakkastíg 16 í miðborg Reykjavíkur og til stendur að opna tvö til viðbótar. Ágúst Einþórsson, bakari og stofnandi fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um það hvort til stæði að opna það fjórða við hlið kaffihússins. Húsnæðið þar er í eigu eigenda Kaffihúss Vesturbæjar og hafa viðræðurnar samkvæmt heimildum staðið yfir í nokkra mánuði.Brauð & Co við Frakkastíg var opnað í mars 2016. Vísir/StefánÁform eigenda Brauðs & Co eru að nýtt bakarí verði opnað fyrir páska í húsnæði Gló í Fákafeni. Líkt og kom fram í frétt Morgunblaðsins verður þriðja bakaríið opnað í Mathöllinni á Hlemmi síðar í vor. Fyrsta bakaríið var opnað í mars í fyrra og því útlit fyrir að þau verði fjögur einungis einu og hálfu ári eftir opnun þess fyrsta. Kaffi Vest er eitt af vinsælli kaffihúsum borgarinnar og í eigu þeirra Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns, Péturs Hafliða Marteinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og eins eigenda Kex Hostels, Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Kristins Vilbergssonar, hluthafa í Kex Hosteli. Brauð & Co er í eigu Ágústs Einþórssonar, Gló veitinga ehf. og Þóris Snæs Sigurjónssonar. Gló er aftur í eigu hjónanna og fjárfestanna Birgis Þórs Bieltvedt, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og hjónanna og stofnenda Gló, Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Eigendur Brauðs & Co eiga í viðræðum um opnun á súrdeigsbakaríi við hlið Kaffihúss Vesturbæjar (Kaffi Vest) við Melhaga. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er gert ráð fyrir að bakaríið verði opnað í haust í verslunarplássi þar sem Gamla apótekið var áður til húsa. Brauð & Co rekur nú bakarí við Frakkastíg 16 í miðborg Reykjavíkur og til stendur að opna tvö til viðbótar. Ágúst Einþórsson, bakari og stofnandi fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um það hvort til stæði að opna það fjórða við hlið kaffihússins. Húsnæðið þar er í eigu eigenda Kaffihúss Vesturbæjar og hafa viðræðurnar samkvæmt heimildum staðið yfir í nokkra mánuði.Brauð & Co við Frakkastíg var opnað í mars 2016. Vísir/StefánÁform eigenda Brauðs & Co eru að nýtt bakarí verði opnað fyrir páska í húsnæði Gló í Fákafeni. Líkt og kom fram í frétt Morgunblaðsins verður þriðja bakaríið opnað í Mathöllinni á Hlemmi síðar í vor. Fyrsta bakaríið var opnað í mars í fyrra og því útlit fyrir að þau verði fjögur einungis einu og hálfu ári eftir opnun þess fyrsta. Kaffi Vest er eitt af vinsælli kaffihúsum borgarinnar og í eigu þeirra Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns, Péturs Hafliða Marteinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og eins eigenda Kex Hostels, Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Kristins Vilbergssonar, hluthafa í Kex Hosteli. Brauð & Co er í eigu Ágústs Einþórssonar, Gló veitinga ehf. og Þóris Snæs Sigurjónssonar. Gló er aftur í eigu hjónanna og fjárfestanna Birgis Þórs Bieltvedt, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og hjónanna og stofnenda Gló, Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira