Handbolti

Löwen vann eins marks sigur í Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander reynir hér að stöðva Bilyk í leik liðanna í kvöld.
Alexander reynir hér að stöðva Bilyk í leik liðanna í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen er í fínum málum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir útisigur, 24-25, gegn Kiel í fyrri leik liðanna.

Löwen leiddi allan leikinn en Kiel gerði vel í að minnka forskotið niður í aðeins eitt mark undir lokin.

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Löwen í kvöld en Svíinn Kim Ekdahl du Rietz var markahæstur með sex mörk.

Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×