Karlaföt hækkað meira í verði en kvenna Sæunn Gísladóttir skrifar 23. mars 2017 07:00 Verð á karlafatnaði hefur hækkað hraðar en verð á kven- og barnafötum. Vísir/Ernir Þegar litið er á heildarmyndina er ljóst að fataverslun á Íslandi hefur aukist talsvert síðustu ár og eru fréttir af dauða fataverslunar á Íslandi ótímabærar. Hins vegar þurfa verslunarmenn að huga að því hvort þeirra verslun er samkeppnisfær við erlendar verslanir, hvort sem er við netverslanir, erlenda smásölurisa með verslanir hér á landi eða verslunarferðir Íslendinga til útlanda. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Greiningin verður kynnt á opinni ráðstefnu á Nordica í dag. Á fundinum mun Anna Fellander, ráðgjafi og hagfræðingur, fjalla um áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu. Jafnframt munu formaður Samtaka verslunar og þjónustu, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, halda tölu. Fram kemur í greiningunni að þróun í verslun hér á landi er misjöfn eftir vöruflokkum. Verslun með um helming vöruflokka er meiri nú en góðærisárið 2007. Mest hefur aukningin verið í sölu á símtækjum, eða um 87 prósent, en mestur samdráttur er í sölu stærri tómstundatækja (t.d. hjól- og fellihýsa og sportbáta), sem hefur minnkað um 55 prósent frá árinu 2007.Raunaukning fataverslunar var 14 prósent milli ára í fyrra. Hún var þó enn 11 prósent minni en þegar mest var árið 2008. Líklegt er að aukin kaup erlendra ferðamanna á útivistarfatnaði eigi talsverðan þátt í vaxandi fataverslun hér á landi síðustu ár á sama tíma og Íslendingar virðast kaupa meira af fatnaði í gegnum bæði erlendar netverslanir og á ferðalögum erlendis. Skósala hefur aukist á landinu og sló hún met árið 2016. Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir að áhugavert sé að niðurfelling á tollum á fötum og skóm virðist hafa leitt til aukningar í fata- og skóverslun. „Það er gríðarlega gott fyrir samfélagið Ísland. Í stað þess að fólk sé að versla erlendis er það að versla á Íslandi og það skilar sköttum og gjöldum hingað og eykur atvinnu.“Margrét Sanders, formaður SVÞ.Hún segir þó að miklar áskoranir séu í verslun hérlendis. „Verslunin er að breytast gríðarlega mikið og kauphegðun er að breytast. Það sem við erum að standa fyrir er að íslensk verslun aðlagi sig þessum nýja tíma fyrr en seinna. Við höfum verið sein að taka við okkur varðandi netverslunina og við megum ekki vera sein í áframhaldandi þróun.“ Í greiningunni kemur einnig fram að verð á karlmannsfötum hefur hækkað meira en verð á kven- og barnafatnaði. Þar má sérstaklega sjá áhrif þess að í kjölfar komu Lindex (sem selur ekki karlmannsföt) til landsins hefur dregið úr verðhækkunum á barna- og kvenfatnaði. „Þetta er framboð og eftirspurn með karlaföt. Kannski eru kven- og barnaföt viðkvæmari fyrir erlendri verslun,“ segir Margrét. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir athyglisverðast varðandi þróun í verslun á Íslandi að kaupmáttur hafi aukist hraðar en einkaneysla. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Þannig að heimilin hafa verið skynsamari í sínum útgjöldum. Þau eru að auka neysluna en líka sparnaðinn.“ Hann tekur undir með Margréti að kaupmenn þurfi að bregðast við aukinni verslun Íslendinga við erlendar búðir. „Þeir þurfa að huga að sínum innkaupum og ná hagstæðari samningum við sína birgja til að geta verið samkeppnishæfir í verði. Fá aukna framleiðni bæði út úr starfsfólki sínu og nýtingu fjármagns og á húsnæði.“ Hann segir að greina megi skýr ferðatöskuáhrif og áhrif af netverslun. „Vöxturinn í þeim vöruflokkum sem auðvelt er að koma ofan í ferðatösku eða ofan í fríhafnarpoka virðist hafa verið hægari heldur en kannski í stærri vöruflokkum eins og húsgögnum sem erfitt er að taka með sér úr utanlandsferðum.“ Greiningin bendir til þess að verslun Íslendinga erlendis gæti komið til með að aukast en 82 prósent landsmanna hyggja á utanlandsferðir á næstunni, samanborið við um 79 prósent í fyrra. Daníel bendir á að þó að fataverslun sé ekki búin að ná sér að fullu á strik frá metinu árið 2008 hafi hún farið stöðugt vaxandi. „Þar er væntanlega að spila inn í þessi útivistarklæðnaður, ferðamenn hafa verið duglegir að fata sig upp,“ segir Daníel. Hann telur að talsvert minni aukning hafi orðið í fataverslun séu kaup ferðamanna tekin út fyrir sviga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þegar litið er á heildarmyndina er ljóst að fataverslun á Íslandi hefur aukist talsvert síðustu ár og eru fréttir af dauða fataverslunar á Íslandi ótímabærar. Hins vegar þurfa verslunarmenn að huga að því hvort þeirra verslun er samkeppnisfær við erlendar verslanir, hvort sem er við netverslanir, erlenda smásölurisa með verslanir hér á landi eða verslunarferðir Íslendinga til útlanda. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Greiningin verður kynnt á opinni ráðstefnu á Nordica í dag. Á fundinum mun Anna Fellander, ráðgjafi og hagfræðingur, fjalla um áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu. Jafnframt munu formaður Samtaka verslunar og þjónustu, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, halda tölu. Fram kemur í greiningunni að þróun í verslun hér á landi er misjöfn eftir vöruflokkum. Verslun með um helming vöruflokka er meiri nú en góðærisárið 2007. Mest hefur aukningin verið í sölu á símtækjum, eða um 87 prósent, en mestur samdráttur er í sölu stærri tómstundatækja (t.d. hjól- og fellihýsa og sportbáta), sem hefur minnkað um 55 prósent frá árinu 2007.Raunaukning fataverslunar var 14 prósent milli ára í fyrra. Hún var þó enn 11 prósent minni en þegar mest var árið 2008. Líklegt er að aukin kaup erlendra ferðamanna á útivistarfatnaði eigi talsverðan þátt í vaxandi fataverslun hér á landi síðustu ár á sama tíma og Íslendingar virðast kaupa meira af fatnaði í gegnum bæði erlendar netverslanir og á ferðalögum erlendis. Skósala hefur aukist á landinu og sló hún met árið 2016. Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir að áhugavert sé að niðurfelling á tollum á fötum og skóm virðist hafa leitt til aukningar í fata- og skóverslun. „Það er gríðarlega gott fyrir samfélagið Ísland. Í stað þess að fólk sé að versla erlendis er það að versla á Íslandi og það skilar sköttum og gjöldum hingað og eykur atvinnu.“Margrét Sanders, formaður SVÞ.Hún segir þó að miklar áskoranir séu í verslun hérlendis. „Verslunin er að breytast gríðarlega mikið og kauphegðun er að breytast. Það sem við erum að standa fyrir er að íslensk verslun aðlagi sig þessum nýja tíma fyrr en seinna. Við höfum verið sein að taka við okkur varðandi netverslunina og við megum ekki vera sein í áframhaldandi þróun.“ Í greiningunni kemur einnig fram að verð á karlmannsfötum hefur hækkað meira en verð á kven- og barnafatnaði. Þar má sérstaklega sjá áhrif þess að í kjölfar komu Lindex (sem selur ekki karlmannsföt) til landsins hefur dregið úr verðhækkunum á barna- og kvenfatnaði. „Þetta er framboð og eftirspurn með karlaföt. Kannski eru kven- og barnaföt viðkvæmari fyrir erlendri verslun,“ segir Margrét. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir athyglisverðast varðandi þróun í verslun á Íslandi að kaupmáttur hafi aukist hraðar en einkaneysla. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.„Þannig að heimilin hafa verið skynsamari í sínum útgjöldum. Þau eru að auka neysluna en líka sparnaðinn.“ Hann tekur undir með Margréti að kaupmenn þurfi að bregðast við aukinni verslun Íslendinga við erlendar búðir. „Þeir þurfa að huga að sínum innkaupum og ná hagstæðari samningum við sína birgja til að geta verið samkeppnishæfir í verði. Fá aukna framleiðni bæði út úr starfsfólki sínu og nýtingu fjármagns og á húsnæði.“ Hann segir að greina megi skýr ferðatöskuáhrif og áhrif af netverslun. „Vöxturinn í þeim vöruflokkum sem auðvelt er að koma ofan í ferðatösku eða ofan í fríhafnarpoka virðist hafa verið hægari heldur en kannski í stærri vöruflokkum eins og húsgögnum sem erfitt er að taka með sér úr utanlandsferðum.“ Greiningin bendir til þess að verslun Íslendinga erlendis gæti komið til með að aukast en 82 prósent landsmanna hyggja á utanlandsferðir á næstunni, samanborið við um 79 prósent í fyrra. Daníel bendir á að þó að fataverslun sé ekki búin að ná sér að fullu á strik frá metinu árið 2008 hafi hún farið stöðugt vaxandi. „Þar er væntanlega að spila inn í þessi útivistarklæðnaður, ferðamenn hafa verið duglegir að fata sig upp,“ segir Daníel. Hann telur að talsvert minni aukning hafi orðið í fataverslun séu kaup ferðamanna tekin út fyrir sviga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira