Viðskipti innlent

Fjárfest fyrir milljarða við Ánanaust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ólafsson kemur að viðskiptum á Héðinsreit fyrir milljarða króna.
Ólafur Ólafsson kemur að viðskiptum á Héðinsreit fyrir milljarða króna. VÍSIR/VILHELM
Ólafur Ólafsson fjárfestir, sem í gegnum tíðina hefur verið kenndur við Samskip, er einn þeirra sem koma að umfangsmiklum kaupum á lóðum og fasteignum við í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Seljavegi 2 og Vesturgötu 64. Reiturinn nefnist Héðinsreitur en kaupin hafa kostað fleiri millljarða króna að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

275 íbúðir rúmast á Héðinsreitnum samkvæmt kynningarefni Reykjavíkurborgar frá því í fyrra. Hugmynd fjárfestanna snýr meðal annars að því að reisa hótel, hvort á sínum hluta Héðinsreitsins en bygging hótela í og við miðbæinn hefur verið fyrirferðamikil undanfarin misseri.

Á sama tíma er mikill skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, þá fyrst og fremst minni og meðalstórum ódýrari íbúðum.


 

Reiturinn sem um ræðir. Reykjavíkurborg telur reitinn rúma 275 íbúðir.Reykjavíkurborg
Eins og fram kom í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í gær hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent undanfarna tólf mánuði. Slík hækkun hefur ekki sést síðan árið 2006. Hagsjá bankans telur að skortur á framboði húsnæðis og ótti við að ástandið haldi áfram að versna sé helsta ástæða hækkunarinnar.

Ólafur Ólafsson sneri aftur til starfa í apríl í fyrra eftir að hafa setið af sér fyrsta árið af fjórum og hálfum á Kvíabryggju. Síðan hefur afplánun haldið áfram á Vernd. Dómstólar hafa nú til meðferðar kröfu hans um að Al-Thani málið verði tekið aftur upp en endurupptökunefnd hefur þegar hafnað beiðni Ólafs.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.