FME getur hafnað hluthöfum Arion leiki vafi á hver er eigandi Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2017 20:00 Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir FME hafa ríkar heimildir til að rannsaka þá aðila sem keypt hafa tuttugu og níu prósenta hlut í Arion. Heimild sé til að hafna kaupunum reynist vafi á því hverjir eru raunverulegir eigendur á bakvið kaupin. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að fara yfir söluna á 29 prósenta hlut í Arion banka. Það var greinilegt að nefndarmenn höfðu miklar áhyggjur af orðspori þessara kaupenda. Lilja Alfreðsdóttir óskaði eftir því að fulltrúar FME kæmu á fund nefndarinnar og sagði að með sölu á hlut í Arion væri verið að stíga stórt skref í endurreisn íslenska bankakerfisins. „Það sem skiptir mestu máli í þessu ferli sem er framundan er að það ríki gagnsæi á eignarhaldi og hverjir endanlegir fjárfestar eru í bankanum. Ég myndi segja að það væri í fyrsta lagi og svo í örðu lagi hvernig kaup þessara apila eru fjármögnuð og til hversu langs tíma,“ sagði Lilja meðal annars. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði hversu náið FME gæti kannað bakgrunn hluthafanna. „Þá langar mig bara að spyrja, hérna er um að ræða fyrirtæki sem þarf svo sem ekkert mikla rannsókn á að hafa ekkert sérstaklega gott orðspor þegar kemur að spillingarmálum. Þegar kemur að ýmsu öðru sem eru hlutar af þessu teymi. Ég er náttúrlega að vísa í Och-Ziff og Goldman Sachs sem hafa kannski ekki verið þekkt fyrir heilbrigða viðskiptahætti. Það hefur verið bent á að hluti af eignarhaldinu megi rekja til skattaskjóla,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar óttast gamla drauga frá því fyrir hrun. „Hverjar eru líkurnar á að hægt sé að komast að því á endanum hverjir raunverulegir eigendur eru? Og hvaða áhrif það hefur á þá möguleika þegar slóð eignarhaldsins endar jafnvel á Panama, Cayman eyjum eða einhvers staðar. Og hvort verður einhvern tíma hægt að útiloka að þekktir leikendur í síðasta bankahruni eða góðkunningjar úr panamaskjölunum frá því síðasta vor séu á einhvern hátt tengdir þessum sjóðum,“ sagði Logi. Þetta eru dæmi um hugleiðingar þingmanna en fleiri fulltrúar flokka í efnahags- og viðskiptanefnd spurðu fulltrúa FME út úr. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME sagði þá fjóra aðila sem keypt hefðu 29 prósenta hlut hafa lýst yfir að þeir hyggðust nýta kauprétt til frekari kaupa, sem þýddi að þeir yrðu virkir hluthafar. FME kanni engu að síður hvort þeir kunni nú þegar að vera virkir hluthafar vegna tengsla og hafi sett mörk á hve langur tími megi líða þar til þeir auki hlut sinn. Orðspor bæði sjóðanna og einstakra eigenda þeirra væri eitt af því sem skipti máli við mat á þeim. „Við höfum ríkar heimildir til að ganga úr skugga um hverjir eru eigendur þessa banka. Það eru lagaákvæði sem segja að okkur sé heimilt að hafna aðila um að fara með virkan eignarhlut leiki á því vafi hver sé raunverulegur eigandi,“ sagði Jón Þór. Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir FME hafa ríkar heimildir til að rannsaka þá aðila sem keypt hafa tuttugu og níu prósenta hlut í Arion. Heimild sé til að hafna kaupunum reynist vafi á því hverjir eru raunverulegir eigendur á bakvið kaupin. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að fara yfir söluna á 29 prósenta hlut í Arion banka. Það var greinilegt að nefndarmenn höfðu miklar áhyggjur af orðspori þessara kaupenda. Lilja Alfreðsdóttir óskaði eftir því að fulltrúar FME kæmu á fund nefndarinnar og sagði að með sölu á hlut í Arion væri verið að stíga stórt skref í endurreisn íslenska bankakerfisins. „Það sem skiptir mestu máli í þessu ferli sem er framundan er að það ríki gagnsæi á eignarhaldi og hverjir endanlegir fjárfestar eru í bankanum. Ég myndi segja að það væri í fyrsta lagi og svo í örðu lagi hvernig kaup þessara apila eru fjármögnuð og til hversu langs tíma,“ sagði Lilja meðal annars. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði hversu náið FME gæti kannað bakgrunn hluthafanna. „Þá langar mig bara að spyrja, hérna er um að ræða fyrirtæki sem þarf svo sem ekkert mikla rannsókn á að hafa ekkert sérstaklega gott orðspor þegar kemur að spillingarmálum. Þegar kemur að ýmsu öðru sem eru hlutar af þessu teymi. Ég er náttúrlega að vísa í Och-Ziff og Goldman Sachs sem hafa kannski ekki verið þekkt fyrir heilbrigða viðskiptahætti. Það hefur verið bent á að hluti af eignarhaldinu megi rekja til skattaskjóla,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar óttast gamla drauga frá því fyrir hrun. „Hverjar eru líkurnar á að hægt sé að komast að því á endanum hverjir raunverulegir eigendur eru? Og hvaða áhrif það hefur á þá möguleika þegar slóð eignarhaldsins endar jafnvel á Panama, Cayman eyjum eða einhvers staðar. Og hvort verður einhvern tíma hægt að útiloka að þekktir leikendur í síðasta bankahruni eða góðkunningjar úr panamaskjölunum frá því síðasta vor séu á einhvern hátt tengdir þessum sjóðum,“ sagði Logi. Þetta eru dæmi um hugleiðingar þingmanna en fleiri fulltrúar flokka í efnahags- og viðskiptanefnd spurðu fulltrúa FME út úr. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME sagði þá fjóra aðila sem keypt hefðu 29 prósenta hlut hafa lýst yfir að þeir hyggðust nýta kauprétt til frekari kaupa, sem þýddi að þeir yrðu virkir hluthafar. FME kanni engu að síður hvort þeir kunni nú þegar að vera virkir hluthafar vegna tengsla og hafi sett mörk á hve langur tími megi líða þar til þeir auki hlut sinn. Orðspor bæði sjóðanna og einstakra eigenda þeirra væri eitt af því sem skipti máli við mat á þeim. „Við höfum ríkar heimildir til að ganga úr skugga um hverjir eru eigendur þessa banka. Það eru lagaákvæði sem segja að okkur sé heimilt að hafna aðila um að fara með virkan eignarhlut leiki á því vafi hver sé raunverulegur eigandi,“ sagði Jón Þór.
Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58
Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07
Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37
Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55