FME getur hafnað hluthöfum Arion leiki vafi á hver er eigandi Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2017 20:00 Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir FME hafa ríkar heimildir til að rannsaka þá aðila sem keypt hafa tuttugu og níu prósenta hlut í Arion. Heimild sé til að hafna kaupunum reynist vafi á því hverjir eru raunverulegir eigendur á bakvið kaupin. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að fara yfir söluna á 29 prósenta hlut í Arion banka. Það var greinilegt að nefndarmenn höfðu miklar áhyggjur af orðspori þessara kaupenda. Lilja Alfreðsdóttir óskaði eftir því að fulltrúar FME kæmu á fund nefndarinnar og sagði að með sölu á hlut í Arion væri verið að stíga stórt skref í endurreisn íslenska bankakerfisins. „Það sem skiptir mestu máli í þessu ferli sem er framundan er að það ríki gagnsæi á eignarhaldi og hverjir endanlegir fjárfestar eru í bankanum. Ég myndi segja að það væri í fyrsta lagi og svo í örðu lagi hvernig kaup þessara apila eru fjármögnuð og til hversu langs tíma,“ sagði Lilja meðal annars. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði hversu náið FME gæti kannað bakgrunn hluthafanna. „Þá langar mig bara að spyrja, hérna er um að ræða fyrirtæki sem þarf svo sem ekkert mikla rannsókn á að hafa ekkert sérstaklega gott orðspor þegar kemur að spillingarmálum. Þegar kemur að ýmsu öðru sem eru hlutar af þessu teymi. Ég er náttúrlega að vísa í Och-Ziff og Goldman Sachs sem hafa kannski ekki verið þekkt fyrir heilbrigða viðskiptahætti. Það hefur verið bent á að hluti af eignarhaldinu megi rekja til skattaskjóla,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar óttast gamla drauga frá því fyrir hrun. „Hverjar eru líkurnar á að hægt sé að komast að því á endanum hverjir raunverulegir eigendur eru? Og hvaða áhrif það hefur á þá möguleika þegar slóð eignarhaldsins endar jafnvel á Panama, Cayman eyjum eða einhvers staðar. Og hvort verður einhvern tíma hægt að útiloka að þekktir leikendur í síðasta bankahruni eða góðkunningjar úr panamaskjölunum frá því síðasta vor séu á einhvern hátt tengdir þessum sjóðum,“ sagði Logi. Þetta eru dæmi um hugleiðingar þingmanna en fleiri fulltrúar flokka í efnahags- og viðskiptanefnd spurðu fulltrúa FME út úr. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME sagði þá fjóra aðila sem keypt hefðu 29 prósenta hlut hafa lýst yfir að þeir hyggðust nýta kauprétt til frekari kaupa, sem þýddi að þeir yrðu virkir hluthafar. FME kanni engu að síður hvort þeir kunni nú þegar að vera virkir hluthafar vegna tengsla og hafi sett mörk á hve langur tími megi líða þar til þeir auki hlut sinn. Orðspor bæði sjóðanna og einstakra eigenda þeirra væri eitt af því sem skipti máli við mat á þeim. „Við höfum ríkar heimildir til að ganga úr skugga um hverjir eru eigendur þessa banka. Það eru lagaákvæði sem segja að okkur sé heimilt að hafna aðila um að fara með virkan eignarhlut leiki á því vafi hver sé raunverulegur eigandi,“ sagði Jón Þór. Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir FME hafa ríkar heimildir til að rannsaka þá aðila sem keypt hafa tuttugu og níu prósenta hlut í Arion. Heimild sé til að hafna kaupunum reynist vafi á því hverjir eru raunverulegir eigendur á bakvið kaupin. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að fara yfir söluna á 29 prósenta hlut í Arion banka. Það var greinilegt að nefndarmenn höfðu miklar áhyggjur af orðspori þessara kaupenda. Lilja Alfreðsdóttir óskaði eftir því að fulltrúar FME kæmu á fund nefndarinnar og sagði að með sölu á hlut í Arion væri verið að stíga stórt skref í endurreisn íslenska bankakerfisins. „Það sem skiptir mestu máli í þessu ferli sem er framundan er að það ríki gagnsæi á eignarhaldi og hverjir endanlegir fjárfestar eru í bankanum. Ég myndi segja að það væri í fyrsta lagi og svo í örðu lagi hvernig kaup þessara apila eru fjármögnuð og til hversu langs tíma,“ sagði Lilja meðal annars. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði hversu náið FME gæti kannað bakgrunn hluthafanna. „Þá langar mig bara að spyrja, hérna er um að ræða fyrirtæki sem þarf svo sem ekkert mikla rannsókn á að hafa ekkert sérstaklega gott orðspor þegar kemur að spillingarmálum. Þegar kemur að ýmsu öðru sem eru hlutar af þessu teymi. Ég er náttúrlega að vísa í Och-Ziff og Goldman Sachs sem hafa kannski ekki verið þekkt fyrir heilbrigða viðskiptahætti. Það hefur verið bent á að hluti af eignarhaldinu megi rekja til skattaskjóla,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar óttast gamla drauga frá því fyrir hrun. „Hverjar eru líkurnar á að hægt sé að komast að því á endanum hverjir raunverulegir eigendur eru? Og hvaða áhrif það hefur á þá möguleika þegar slóð eignarhaldsins endar jafnvel á Panama, Cayman eyjum eða einhvers staðar. Og hvort verður einhvern tíma hægt að útiloka að þekktir leikendur í síðasta bankahruni eða góðkunningjar úr panamaskjölunum frá því síðasta vor séu á einhvern hátt tengdir þessum sjóðum,“ sagði Logi. Þetta eru dæmi um hugleiðingar þingmanna en fleiri fulltrúar flokka í efnahags- og viðskiptanefnd spurðu fulltrúa FME út úr. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri FME sagði þá fjóra aðila sem keypt hefðu 29 prósenta hlut hafa lýst yfir að þeir hyggðust nýta kauprétt til frekari kaupa, sem þýddi að þeir yrðu virkir hluthafar. FME kanni engu að síður hvort þeir kunni nú þegar að vera virkir hluthafar vegna tengsla og hafi sett mörk á hve langur tími megi líða þar til þeir auki hlut sinn. Orðspor bæði sjóðanna og einstakra eigenda þeirra væri eitt af því sem skipti máli við mat á þeim. „Við höfum ríkar heimildir til að ganga úr skugga um hverjir eru eigendur þessa banka. Það eru lagaákvæði sem segja að okkur sé heimilt að hafna aðila um að fara með virkan eignarhlut leiki á því vafi hver sé raunverulegur eigandi,“ sagði Jón Þór.
Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58 Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07 Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37 Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Fjármálaeftirlitið mun meta hæfi nýrra eigenda í Arion Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á hvort nýir eigendur í Arion banka séu hæfir. 24. mars 2017 13:58
Enginn einstaklingur á yfir 10% í vogunarsjóðunum Ekki þarf að greina frá hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna sem voru að kaupa 31 prósent hlut í Arion banka. 24. mars 2017 10:07
Bjarni segir snilli fyrri ríkisstjórnar að koma í ljós Forsætisráðherra segir að viðskipti með hlutabréf kaupþings í Arion banka sýni snildina í skilyrðum sem síðasta ríkisstjórn setti Kaupþingi, sem komi í veg fyrir að kröfuhafar komist með tugi milljarða úr landi með tilheyrandi áfalli fyrir krónuna 23. mars 2017 12:37
Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 22. mars 2017 12:55
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun