Auglýsingatekjur RÚV rúmir tveir milljarðar Benedikt Bóas skrifar 11. mars 2017 07:00 Húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti í Reykjavík. vísir/gva Aðkeypt þjónusta, launa- og starfsmannatengdur kostnaður vegna dagskrár RÚV nam 2,6 milljörðum króna á síðasta ári. Annar beinn kostnaður vegna dagskrár nam 243 milljónum. Réttindagreiðslur vegna dagskrár námu tæpum milljarði. Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sem birtur var í gær. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 95 milljónum fyrir skatta sem það mun ekki greiða skatta af vegna uppsafnaðs taps. RÚV hagnaðist um 1.429 milljónir króna eftir skatta í fyrra en afkoman skýrist að mestu af einskiptishagnaði vegna sölu á byggingarrétti á lóð við Efstaleiti 1 sem nam 1.535 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall RÚV er nú 23,8 prósent en var 6,2 prósent í lok árs 2015. Í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands kemur fram að breytingar í rekstri hafi skilað umtalsverðri hagræðingu.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóriTekjur af auglýsingum námu 2,2 milljörðum en í ársskýrslu fjölmiðlanefndarinnar kemur fram að velta á innlendum auglýsingamarkaði nemi um tíu milljörðum króna. RÚV fær fjóra milljarða ár hvert í formi útvarpsgjalds. Það er 16.800 krónur í ár og hækkaði um 400 krónur á milli ára en það er lagt á alla sem eru 16-70 ára. Í ræðu Illuga Gunnarssonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, í fyrra kom fram að engin ríkisútvörp á Norðurlöndum væru á auglýsingamarkaði. Einkareknir fjölmiðlar hafa kallað eftir því að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaði. Heildarlaun sem RÚV greiddi voru um tveir milljarðar og voru 258 heildarstöðugildi. Launatengd gjöld voru 216 milljónir. Laun og þóknanir Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra námu 17,2 milljónum króna. Laun til æðstu stjórnenda fyrir utan Magnús námu 119,6 milljónum og stjórnarlaun námu 11,8 milljónum. Í ársreikningnum kemur fram að viðræður standi yfir milli RÚV og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um skilmálabreytingu á láni. Fyrir liggur að RÚV mun þegar fram líða stundir ekki geta staðið undir greiðslum afborgana af láninu miðað við óbreytt vaxtakjör og greiðsluskilmála. Samkomulag náðist um að fresta afborgunarhluta greiðslu sem var á gjalddaga 1. október í fyrra þar til viðræðum lýkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Aðkeypt þjónusta, launa- og starfsmannatengdur kostnaður vegna dagskrár RÚV nam 2,6 milljörðum króna á síðasta ári. Annar beinn kostnaður vegna dagskrár nam 243 milljónum. Réttindagreiðslur vegna dagskrár námu tæpum milljarði. Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sem birtur var í gær. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 95 milljónum fyrir skatta sem það mun ekki greiða skatta af vegna uppsafnaðs taps. RÚV hagnaðist um 1.429 milljónir króna eftir skatta í fyrra en afkoman skýrist að mestu af einskiptishagnaði vegna sölu á byggingarrétti á lóð við Efstaleiti 1 sem nam 1.535 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall RÚV er nú 23,8 prósent en var 6,2 prósent í lok árs 2015. Í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands kemur fram að breytingar í rekstri hafi skilað umtalsverðri hagræðingu.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóriTekjur af auglýsingum námu 2,2 milljörðum en í ársskýrslu fjölmiðlanefndarinnar kemur fram að velta á innlendum auglýsingamarkaði nemi um tíu milljörðum króna. RÚV fær fjóra milljarða ár hvert í formi útvarpsgjalds. Það er 16.800 krónur í ár og hækkaði um 400 krónur á milli ára en það er lagt á alla sem eru 16-70 ára. Í ræðu Illuga Gunnarssonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, í fyrra kom fram að engin ríkisútvörp á Norðurlöndum væru á auglýsingamarkaði. Einkareknir fjölmiðlar hafa kallað eftir því að RÚV dragi sig út af auglýsingamarkaði. Heildarlaun sem RÚV greiddi voru um tveir milljarðar og voru 258 heildarstöðugildi. Launatengd gjöld voru 216 milljónir. Laun og þóknanir Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra námu 17,2 milljónum króna. Laun til æðstu stjórnenda fyrir utan Magnús námu 119,6 milljónum og stjórnarlaun námu 11,8 milljónum. Í ársreikningnum kemur fram að viðræður standi yfir milli RÚV og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um skilmálabreytingu á láni. Fyrir liggur að RÚV mun þegar fram líða stundir ekki geta staðið undir greiðslum afborgana af láninu miðað við óbreytt vaxtakjör og greiðsluskilmála. Samkomulag náðist um að fresta afborgunarhluta greiðslu sem var á gjalddaga 1. október í fyrra þar til viðræðum lýkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira