Carmen tjáir sig um brottreksturinn: „Ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 12:15 Tyson-Thomas skoraði að meðaltali 36,7 stig í leik með Njarðvík í vetur. vísir/anton Carmen Tyson-Thomas var sagt upp störfum hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í vikunni og var ástæðan samskiptaörðuleikar eftir því sem körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gaf frá sér í yfirlýsingu í gær. Carmen virðist ekki vera sátt við málalokin ef marka má orð hennar í viðtali við Karfan.is.„Agnar hafði aðeins eitt skipulag og það var þegar hann sagði stelpunum að láta mig fá boltann. Í mörgum leikjum getur þú heyrt í mér öskra á mínar stelpur um að taka sín skot því ég veit að þær geta hitt úr þessum skotum. Ég dró vagninn og þjálfarinn var með í því,“ segir Carmen. „Þvert á móti finnst mér þjálfarinn ekki hafa tekið starfi sínu nægilega alvarlega á mörgum stundum og þess vegna töpuðum við ákveðnum leikjum í vetur,“ sagði Carmen og svarar Agnari fullum hálsi. Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna. Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1). „Þú ættir að heyra í liðsfélögum mínum og þær myndu aldrei segja neitt neikvætt um mig. Ég fór í þetta verkefni af tveimur ástæðum. Til að koma klúbbnum aftur á kortið og hjálpa yngri leikmönnum liðsins að verða betri. Þess vegna tók ég að mér einnig þjálfun unglingaflokks. Þú getur spurt allar stelpurnar og þær munu segja þér að þær elska mig jafnmikið og ég elska þær.“ Hún segir að aðrir leikmenn Njarðvíkur hafi barist fyrir hennar hönd í málinu. „Og þær eru ekki ánægðar með þessa niðurstöðu. Ég vil bara þakka stjórn Njarðvík fyrir tækifærið. Ég ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í sínu viðtali og tala illa um hann. Hann og ég vitum sannleikann í þessu máli og allir sem voru á þessum fundi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Carmen Tyson-Thomas var sagt upp störfum hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í vikunni og var ástæðan samskiptaörðuleikar eftir því sem körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gaf frá sér í yfirlýsingu í gær. Carmen virðist ekki vera sátt við málalokin ef marka má orð hennar í viðtali við Karfan.is.„Agnar hafði aðeins eitt skipulag og það var þegar hann sagði stelpunum að láta mig fá boltann. Í mörgum leikjum getur þú heyrt í mér öskra á mínar stelpur um að taka sín skot því ég veit að þær geta hitt úr þessum skotum. Ég dró vagninn og þjálfarinn var með í því,“ segir Carmen. „Þvert á móti finnst mér þjálfarinn ekki hafa tekið starfi sínu nægilega alvarlega á mörgum stundum og þess vegna töpuðum við ákveðnum leikjum í vetur,“ sagði Carmen og svarar Agnari fullum hálsi. Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna. Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1). „Þú ættir að heyra í liðsfélögum mínum og þær myndu aldrei segja neitt neikvætt um mig. Ég fór í þetta verkefni af tveimur ástæðum. Til að koma klúbbnum aftur á kortið og hjálpa yngri leikmönnum liðsins að verða betri. Þess vegna tók ég að mér einnig þjálfun unglingaflokks. Þú getur spurt allar stelpurnar og þær munu segja þér að þær elska mig jafnmikið og ég elska þær.“ Hún segir að aðrir leikmenn Njarðvíkur hafi barist fyrir hennar hönd í málinu. „Og þær eru ekki ánægðar með þessa niðurstöðu. Ég vil bara þakka stjórn Njarðvík fyrir tækifærið. Ég ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í sínu viðtali og tala illa um hann. Hann og ég vitum sannleikann í þessu máli og allir sem voru á þessum fundi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira