Sigríður Klara ráðin forstöðumaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands 13. mars 2017 09:30 Sigríður Klara Böðvarsdóttir. HÁSKÓLI ÍSLANDS/Stefán Valsson Sigríður Klara Böðvarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sigríður Klara hefur frá árinu 2013 gegnt stöðu rekstrarstjóra Lífvísindaseturs samhliða rannsóknum en hún hefur um árabil lagt stund á grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini, meðal annars á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og við Háskóla Íslands. Sigríður Klara lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MS-prófi í plöntuerfðafræði árið 2000 og doktorsprófi í líf- og læknavísindum árið 2008, hvort tveggja frá sama skóla. „Lífvísindasetur er samstarfsvettvangur vísindamanna í lífvísindum við Háskóla Íslands og samstarfsstofnana. Meginmarkmið setursins er að byggja upp kjarnaeiningar í tækjakosti og aðferðafræði sem nýtist sem flestum og efla þar með rannsóknir og slagkraft íslensks vísindasamfélags á sviði lífvísinda. Hlutverk forstöðumanns Lífvísindaseturs er einkum að hafa umsjón með daglegum rekstri auk þess að efla rannsókna- og þróunarstarf innan setursins. Í því felst m.a. fjáröflun og aðstoð við gerð styrkumsókna, umsjón fjármála og útboða t.d. vegna tækjakaupa og reksturs, kynningarstarf og umsjón og ábyrgð á fræðsluverkefnum á vegum stofnunarinnar. Uppbygging Lífvísindaseturs hefur gengið vel að undanförnu og tækjabúnaður aukist talsvert, meðal annars með styrkfé frá Innviðasjóði Vísinda- og tækniráðs. Eitt af mörgum verkefnum Sigríðar Klöru verður að leiða stefnumótun um hvernig viðhaldi tækjanna skuli háttað. Við Lífvísindasetur starfa um 50 rannsóknahópar og heildarfjöldi starfsmanna er vel á annað hundrað. Þar á meðal er fjöldi nýdoktora og nemenda, bæði innlendra og erlendra meistara- og doktorsnema, segir í tilkynningunni. Sigríður Klara telur að eitt mikilvægari hlutverkum Lífvísindaseturs sé að halda vel utan um unga fólkið sem er þar að stíga sín fyrstu skref í vísindum. „Þessi hópur heldur uppi rannsóknavirkni háskólanna í lífvísindum með birtingum á sínum rannsóknaniðurstöðum. Það er því okkar áskorun að gera rannsóknarumhverfi þeirra þess eðlis að þau geti verið í samkeppni við það sem best gerist í heiminum,“ segir Sigríður Klara. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sigríður Klara Böðvarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sigríður Klara hefur frá árinu 2013 gegnt stöðu rekstrarstjóra Lífvísindaseturs samhliða rannsóknum en hún hefur um árabil lagt stund á grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini, meðal annars á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og við Háskóla Íslands. Sigríður Klara lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MS-prófi í plöntuerfðafræði árið 2000 og doktorsprófi í líf- og læknavísindum árið 2008, hvort tveggja frá sama skóla. „Lífvísindasetur er samstarfsvettvangur vísindamanna í lífvísindum við Háskóla Íslands og samstarfsstofnana. Meginmarkmið setursins er að byggja upp kjarnaeiningar í tækjakosti og aðferðafræði sem nýtist sem flestum og efla þar með rannsóknir og slagkraft íslensks vísindasamfélags á sviði lífvísinda. Hlutverk forstöðumanns Lífvísindaseturs er einkum að hafa umsjón með daglegum rekstri auk þess að efla rannsókna- og þróunarstarf innan setursins. Í því felst m.a. fjáröflun og aðstoð við gerð styrkumsókna, umsjón fjármála og útboða t.d. vegna tækjakaupa og reksturs, kynningarstarf og umsjón og ábyrgð á fræðsluverkefnum á vegum stofnunarinnar. Uppbygging Lífvísindaseturs hefur gengið vel að undanförnu og tækjabúnaður aukist talsvert, meðal annars með styrkfé frá Innviðasjóði Vísinda- og tækniráðs. Eitt af mörgum verkefnum Sigríðar Klöru verður að leiða stefnumótun um hvernig viðhaldi tækjanna skuli háttað. Við Lífvísindasetur starfa um 50 rannsóknahópar og heildarfjöldi starfsmanna er vel á annað hundrað. Þar á meðal er fjöldi nýdoktora og nemenda, bæði innlendra og erlendra meistara- og doktorsnema, segir í tilkynningunni. Sigríður Klara telur að eitt mikilvægari hlutverkum Lífvísindaseturs sé að halda vel utan um unga fólkið sem er þar að stíga sín fyrstu skref í vísindum. „Þessi hópur heldur uppi rannsóknavirkni háskólanna í lífvísindum með birtingum á sínum rannsóknaniðurstöðum. Það er því okkar áskorun að gera rannsóknarumhverfi þeirra þess eðlis að þau geti verið í samkeppni við það sem best gerist í heiminum,“ segir Sigríður Klara.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira