Þaki á kostnað sjúklinga seinkar og verður 70 þúsund Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. mars 2017 19:45 Framkvæmdastjóri Krafts styrktarfélags segir boðað 70 þúsund króna þak á eigin kostnað sjúklinga ennþá of hátt. Í öðrum Evrópuríkjum beri krabbameinssjúkir ekki svona háan kostnað. Margar sorgarsögur hafa verið sagðar af kostnaðarþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Eiginmaður konu sem fréttastofan hefur rætt við hefur glímt hefur verið erfitt og langvinnt krabbamein. Á síðasta ári var beinn lyfja- og sjúkrakostnaður þeirra hjóna 700 þúsund krónur vegna meðferðar mannsins. Við sögðum ykkur frá 38 ára konu í síðustu viku. Einstæðri móður, öryrkja með þrjú börn en saga hennar rataði í þingræðu Bjartar Ólafsdóttur í fyrra. Á þeim tíma hafði konan greitt 250 þúsund kónur vegna eigin meðferðar. Hún lést seint á síðasta ári eftir langvinna og erfiða baráttu við sinn sjúkdóm.Hestamenn komu sjóðnum til bjargar Neyðarsjóður Krafts, styrktarfélags ungs fólks með krabbamein, tæmdist næstum því á síðasta ári. Ástæðan var þung fjárhagsleg byrði krabbameinssjúklinga sem þurftu að bera kostnað vegna eigin meðferðar. Það voru áhugamenn um hrossarækt sem komu sjóðnum til bjargar með fjárframlögum á Landsmóti hestamanna. Alþingi samþykkti á síðasta ári breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem heimiluðu ráðherra að setja þak á eigin kostnað sjúklinga með reglugerð. Lögin áttu að taka gildi 1. febrúar en gildistöku þeirra var frestað til 1. maí. Lilja Alfreðsdóttir spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í kostnaðarþáttöku sjúklinga á Alþingi fyrir helgi. „Í greiðsluþátttökukerfi fyrir læknisþjónustu sem við erum að taka í gagnið núna 1. maí verður þakið sett í reglugerð. Það er alla vega ljóst að annars vegar erum við að miða við þak sem verður einhvers staðar á þessu bili, 50–70.000, fyrir almenna einstaklinga, en síðan mikið lægra þak fyrir börn, aldraða og öryrkja,“ sagði Óttarr í svari sínu. Talan sem Óttar nefndi er fengin úr reglugerðardrögum. Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Krafts.Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir þetta spor í rétta átt. „Þetta er auðvitað spor í rétta átt en 70 þúsund á ári eru heilmiklir peningar fyrir fólk sem á ekki mikla peninga. Síðan þarf að hafa hugfast að þessi fjárhæð byrjar aftur að safnast upp á nýju almanaksári og það eru ekki lyf inni í þessari upphæð. Og þau eru mjög kostnaðarsöm,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir aðrar Evrópuþjóðir. Íslendingur sem greindist með krabbamein í Frakklandi og fékk meðferð þar þurfti ekki að greiða neitt, ekki eina evru vegna eigin meðferðar. Íslendingur sem greindist í Skotlandi fékk allan lækniskostnað greiddan og fékk krem afhent í Apóteki án kostnaðar.Vill sjá þakið í settum lögum Ragnheiður gerir einnig athugasemdir við að þakið sé sett í reglugerð en ekki sett lög Alþingis. „Þessi reglugerð, sem nú er verið að setja, stoppar eitthvað upp í götin en hún er engan veginn nægileg að okkar mati. Ég velti því líka fyrir mér hvort endalaust sé hægt að setja reglugerðir sem brjóta í bága við stjórnarskrá, önnur mannréttindaákvæði og lög um málefni sjúklinga.“ Það hefur verið gagnrýnt að þakið hafi verið sett í reglugerð en ekki settum lögum. Meðal annars með þeim rökum að ráðherra hafi ekki heimild til að mæla fyrir um umfang og takmörk réttindaskerðingar sjúklinga í reglugerð í ljósi fyrirmæla 76. gr. stjórnarskrárinnar um réttinn til aðstoðar vegna sjúklinga sem leggur athafnaskyldu á herðar ríkisvaldsins. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Krafts styrktarfélags segir boðað 70 þúsund króna þak á eigin kostnað sjúklinga ennþá of hátt. Í öðrum Evrópuríkjum beri krabbameinssjúkir ekki svona háan kostnað. Margar sorgarsögur hafa verið sagðar af kostnaðarþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Eiginmaður konu sem fréttastofan hefur rætt við hefur glímt hefur verið erfitt og langvinnt krabbamein. Á síðasta ári var beinn lyfja- og sjúkrakostnaður þeirra hjóna 700 þúsund krónur vegna meðferðar mannsins. Við sögðum ykkur frá 38 ára konu í síðustu viku. Einstæðri móður, öryrkja með þrjú börn en saga hennar rataði í þingræðu Bjartar Ólafsdóttur í fyrra. Á þeim tíma hafði konan greitt 250 þúsund kónur vegna eigin meðferðar. Hún lést seint á síðasta ári eftir langvinna og erfiða baráttu við sinn sjúkdóm.Hestamenn komu sjóðnum til bjargar Neyðarsjóður Krafts, styrktarfélags ungs fólks með krabbamein, tæmdist næstum því á síðasta ári. Ástæðan var þung fjárhagsleg byrði krabbameinssjúklinga sem þurftu að bera kostnað vegna eigin meðferðar. Það voru áhugamenn um hrossarækt sem komu sjóðnum til bjargar með fjárframlögum á Landsmóti hestamanna. Alþingi samþykkti á síðasta ári breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem heimiluðu ráðherra að setja þak á eigin kostnað sjúklinga með reglugerð. Lögin áttu að taka gildi 1. febrúar en gildistöku þeirra var frestað til 1. maí. Lilja Alfreðsdóttir spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í kostnaðarþáttöku sjúklinga á Alþingi fyrir helgi. „Í greiðsluþátttökukerfi fyrir læknisþjónustu sem við erum að taka í gagnið núna 1. maí verður þakið sett í reglugerð. Það er alla vega ljóst að annars vegar erum við að miða við þak sem verður einhvers staðar á þessu bili, 50–70.000, fyrir almenna einstaklinga, en síðan mikið lægra þak fyrir börn, aldraða og öryrkja,“ sagði Óttarr í svari sínu. Talan sem Óttar nefndi er fengin úr reglugerðardrögum. Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Krafts.Ragnheiður Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir þetta spor í rétta átt. „Þetta er auðvitað spor í rétta átt en 70 þúsund á ári eru heilmiklir peningar fyrir fólk sem á ekki mikla peninga. Síðan þarf að hafa hugfast að þessi fjárhæð byrjar aftur að safnast upp á nýju almanaksári og það eru ekki lyf inni í þessari upphæð. Og þau eru mjög kostnaðarsöm,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir aðrar Evrópuþjóðir. Íslendingur sem greindist með krabbamein í Frakklandi og fékk meðferð þar þurfti ekki að greiða neitt, ekki eina evru vegna eigin meðferðar. Íslendingur sem greindist í Skotlandi fékk allan lækniskostnað greiddan og fékk krem afhent í Apóteki án kostnaðar.Vill sjá þakið í settum lögum Ragnheiður gerir einnig athugasemdir við að þakið sé sett í reglugerð en ekki sett lög Alþingis. „Þessi reglugerð, sem nú er verið að setja, stoppar eitthvað upp í götin en hún er engan veginn nægileg að okkar mati. Ég velti því líka fyrir mér hvort endalaust sé hægt að setja reglugerðir sem brjóta í bága við stjórnarskrá, önnur mannréttindaákvæði og lög um málefni sjúklinga.“ Það hefur verið gagnrýnt að þakið hafi verið sett í reglugerð en ekki settum lögum. Meðal annars með þeim rökum að ráðherra hafi ekki heimild til að mæla fyrir um umfang og takmörk réttindaskerðingar sjúklinga í reglugerð í ljósi fyrirmæla 76. gr. stjórnarskrárinnar um réttinn til aðstoðar vegna sjúklinga sem leggur athafnaskyldu á herðar ríkisvaldsins.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira