Hreyfing komin á fjármögnun raforkusæstrengs Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu. Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu.
Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira