Nýherji kannar sölu á meirihluta í Tempo Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 09:00 Tempo er alfarið í eigu Nýherja. Vísir/GVA Nýherji gæti gengið frá sölu á meirihluta í Tempo, dótturfélagi upplýsingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. „Til að nýta fyrrgreind tækifæri sem best og auka virði hluthafa Nýherja horfum við til mögulegs samstarfs við erlenda fjárfesta um að styðja við alþjóðlegan vöxt Tempo,“ sagði Ívar. „Við sjáum það fyrir okkur að niðurstaða slíks ferlis geti mögulega falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár Tempo en þó með áframhaldandi aðkomu Nýherja sem eiganda,“ sagði Ívar. Stjórnarformaðurinn sagði vinnu að undirbúningi söluferlisins miða ágætlega, en það er í höndum fjárfestingarbankans AGC Partners í Boston, og að dregið geti til tíðinda á árinu. Ekki væri hægt að segja hvenær söluferli geti hafist. „Hreinskilna svarið við því er að það er enn sem komið er óljóst en mun í öllum aðalatriðum ráðast af því hvernig okkur gengur að kynna félagið í hópi vænlegra samstarfsaðila og hins vegar að mati okkar og AGC hversu tilbúið félagið er til stöðu til dæmis út frá lausnum Tempo og markaðsaðstæðum fyrir þær.“ Tekjur Tempo voru 8,2 milljónir dala árið 2015. Í fyrra jukust þær um 40 prósent og námu því um þrettán milljónum dala. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar verkefnastýringar- og viðskiptahugbúnað (B2B) fyrir JIRA-kerfið frá Atlassian. Viðskiptavinir þess eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja. Nýherji kannaði einnig árið 2015 áhuga fjárfesta á kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Nýherji gæti gengið frá sölu á meirihluta í Tempo, dótturfélagi upplýsingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. „Til að nýta fyrrgreind tækifæri sem best og auka virði hluthafa Nýherja horfum við til mögulegs samstarfs við erlenda fjárfesta um að styðja við alþjóðlegan vöxt Tempo,“ sagði Ívar. „Við sjáum það fyrir okkur að niðurstaða slíks ferlis geti mögulega falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár Tempo en þó með áframhaldandi aðkomu Nýherja sem eiganda,“ sagði Ívar. Stjórnarformaðurinn sagði vinnu að undirbúningi söluferlisins miða ágætlega, en það er í höndum fjárfestingarbankans AGC Partners í Boston, og að dregið geti til tíðinda á árinu. Ekki væri hægt að segja hvenær söluferli geti hafist. „Hreinskilna svarið við því er að það er enn sem komið er óljóst en mun í öllum aðalatriðum ráðast af því hvernig okkur gengur að kynna félagið í hópi vænlegra samstarfsaðila og hins vegar að mati okkar og AGC hversu tilbúið félagið er til stöðu til dæmis út frá lausnum Tempo og markaðsaðstæðum fyrir þær.“ Tekjur Tempo voru 8,2 milljónir dala árið 2015. Í fyrra jukust þær um 40 prósent og námu því um þrettán milljónum dala. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar verkefnastýringar- og viðskiptahugbúnað (B2B) fyrir JIRA-kerfið frá Atlassian. Viðskiptavinir þess eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja. Nýherji kannaði einnig árið 2015 áhuga fjárfesta á kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira