Nýherji kannar sölu á meirihluta í Tempo Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 09:00 Tempo er alfarið í eigu Nýherja. Vísir/GVA Nýherji gæti gengið frá sölu á meirihluta í Tempo, dótturfélagi upplýsingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. „Til að nýta fyrrgreind tækifæri sem best og auka virði hluthafa Nýherja horfum við til mögulegs samstarfs við erlenda fjárfesta um að styðja við alþjóðlegan vöxt Tempo,“ sagði Ívar. „Við sjáum það fyrir okkur að niðurstaða slíks ferlis geti mögulega falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár Tempo en þó með áframhaldandi aðkomu Nýherja sem eiganda,“ sagði Ívar. Stjórnarformaðurinn sagði vinnu að undirbúningi söluferlisins miða ágætlega, en það er í höndum fjárfestingarbankans AGC Partners í Boston, og að dregið geti til tíðinda á árinu. Ekki væri hægt að segja hvenær söluferli geti hafist. „Hreinskilna svarið við því er að það er enn sem komið er óljóst en mun í öllum aðalatriðum ráðast af því hvernig okkur gengur að kynna félagið í hópi vænlegra samstarfsaðila og hins vegar að mati okkar og AGC hversu tilbúið félagið er til stöðu til dæmis út frá lausnum Tempo og markaðsaðstæðum fyrir þær.“ Tekjur Tempo voru 8,2 milljónir dala árið 2015. Í fyrra jukust þær um 40 prósent og námu því um þrettán milljónum dala. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar verkefnastýringar- og viðskiptahugbúnað (B2B) fyrir JIRA-kerfið frá Atlassian. Viðskiptavinir þess eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja. Nýherji kannaði einnig árið 2015 áhuga fjárfesta á kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Nýherji gæti gengið frá sölu á meirihluta í Tempo, dótturfélagi upplýsingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. „Til að nýta fyrrgreind tækifæri sem best og auka virði hluthafa Nýherja horfum við til mögulegs samstarfs við erlenda fjárfesta um að styðja við alþjóðlegan vöxt Tempo,“ sagði Ívar. „Við sjáum það fyrir okkur að niðurstaða slíks ferlis geti mögulega falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár Tempo en þó með áframhaldandi aðkomu Nýherja sem eiganda,“ sagði Ívar. Stjórnarformaðurinn sagði vinnu að undirbúningi söluferlisins miða ágætlega, en það er í höndum fjárfestingarbankans AGC Partners í Boston, og að dregið geti til tíðinda á árinu. Ekki væri hægt að segja hvenær söluferli geti hafist. „Hreinskilna svarið við því er að það er enn sem komið er óljóst en mun í öllum aðalatriðum ráðast af því hvernig okkur gengur að kynna félagið í hópi vænlegra samstarfsaðila og hins vegar að mati okkar og AGC hversu tilbúið félagið er til stöðu til dæmis út frá lausnum Tempo og markaðsaðstæðum fyrir þær.“ Tekjur Tempo voru 8,2 milljónir dala árið 2015. Í fyrra jukust þær um 40 prósent og námu því um þrettán milljónum dala. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar verkefnastýringar- og viðskiptahugbúnað (B2B) fyrir JIRA-kerfið frá Atlassian. Viðskiptavinir þess eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja. Nýherji kannaði einnig árið 2015 áhuga fjárfesta á kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira