Fengu kauprétt fyrir milljarða lánin til Havila Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 11:30 Havila Shipping hefur glímt við mikla rekstrarörðugleika síðan olíuverð fór að hrynja á seinni hluta árs 2014. Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kauprétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til viðbótar við 3,68 prósenta hlut í fyrirtækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaupréttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 milljónum norskra króna eða 3,8 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni með Sparebank1 SMN í Noregi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrirtækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipulagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignarhlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bankinn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstaklega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira