Nennir ekki dómaratuði úr stúkunni og auglýsir formlega eftir stuðningi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 10:00 Hörður Axel vill sjá menn með kústa og fyndna hatta í stúkunni í úrslitakeppninni. vísir/ernir/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira