Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart United Silicon er fordæmalaust. vísir/vilhelm Stjórnendur kísilvers United Silicon í Helguvík óska eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun á þriðjudag og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar kynnir fyrirtækið áætlun um úrbætur í mengunarmálum og varðandi frávik frá starfsleyfi, eins og því að spilliefni eru geymd utandyra á malarlóð, sem leiddu til þess að stofnunin sendi því harðort bréf í síðasta mánuði. Var þar farið fram á tafarlausar úrbætur. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ segir í bréfi United Silicon.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunUmhverfisstofnun sendi kísilverinu bréfið þann 21. febrúar og tilkynnti stjórnendum þess um áform um að ráðist yrði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Ástæðu þess mætti rekja til tíðra mengunaróhappa og að svo gæti farið að stöðva þyrfti reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Umhverfisstofnun hefur borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð fjölmörg frávik frá starfsleyfi. „Við höfum ekki tekið afstöðu til bréfsins [frá United Silicon] og munum fara yfir það næstu daga,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar berast ábendingar um lyktarmengun iðulega eftir að slökkt hefur verið á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála United Silicon, svarar aðspurður að rekstur hennar hafi ekki gengið áfallalaust síðan fyrra bréfið barst fyrir rúmum tveimur vikum. Síðasta föstudag hafi þurft að slökkva á ofninum í um tvo daga. „Reksturinn er búinn að ganga mjög vel fyrir utan eitt óhapp en nú erum við komnir á mjög góðan skrið aftur. Þá varð bilun í búnaði þegar öxull brotnaði í færibandi og það tók á annan sólarhring að fá varahluti og gera við,“ segir Kristleifur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Stjórnendur kísilvers United Silicon í Helguvík óska eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun á þriðjudag og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar kynnir fyrirtækið áætlun um úrbætur í mengunarmálum og varðandi frávik frá starfsleyfi, eins og því að spilliefni eru geymd utandyra á malarlóð, sem leiddu til þess að stofnunin sendi því harðort bréf í síðasta mánuði. Var þar farið fram á tafarlausar úrbætur. „Félagið telur á hinn bóginn einsýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ segir í bréfi United Silicon.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunUmhverfisstofnun sendi kísilverinu bréfið þann 21. febrúar og tilkynnti stjórnendum þess um áform um að ráðist yrði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Ástæðu þess mætti rekja til tíðra mengunaróhappa og að svo gæti farið að stöðva þyrfti reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Umhverfisstofnun hefur borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð fjölmörg frávik frá starfsleyfi. „Við höfum ekki tekið afstöðu til bréfsins [frá United Silicon] og munum fara yfir það næstu daga,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar berast ábendingar um lyktarmengun iðulega eftir að slökkt hefur verið á eina ljósbogaofni verksmiðjunnar. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála United Silicon, svarar aðspurður að rekstur hennar hafi ekki gengið áfallalaust síðan fyrra bréfið barst fyrir rúmum tveimur vikum. Síðasta föstudag hafi þurft að slökkva á ofninum í um tvo daga. „Reksturinn er búinn að ganga mjög vel fyrir utan eitt óhapp en nú erum við komnir á mjög góðan skrið aftur. Þá varð bilun í búnaði þegar öxull brotnaði í færibandi og það tók á annan sólarhring að fá varahluti og gera við,“ segir Kristleifur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira