Svipmynd Markaðarins: Langar að lyfta fleiri kílóum í clean og jerk 25. febrúar 2017 10:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins (SI), lærði mannfræði í Háskóla Íslands og hefur stýrt markaðssetningu fjölskyldufyrirtækisins frá árinu 2008. Hún býr í Hveragerði, finnst gaman að elda góðan mat og hefur setið sem formaður SI í þrjú ár. Guðrún situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvaða app notarðu mest? Ég er með alls konar öpp en líklega nota ég mest Facebook og Messenger en einnig Leggja, Veðrið, Keldan, Púlsinn og Snapchat. Ég nota einnig Sarpinn mikið þar sem ég eyði miklum tíma í bíl og þá er gott að geta hlustað á góða þætti eins og Í ljósi sögunnar og annað gott af RÚV. Leggja-appið er samt það sem hefur gert hvað mest fyrir mig enda hef ég sloppið við margar stöðumælasektir eftir að ég fór að nota það.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Það fer nú drjúgur tími í heimilisstörfin, heimilið þrífur sig ekki sjálft því miður! En þess utan reyni ég að rækta fjölskyldu- og vinatengslin. Ég fer mikið í leikhús og svo hljóta það nú að vera ellimerki en mér finnst orðið óskaplega gaman að dútla í garðinum mínum þegar fer að vora og á sumrin. Mér finnst gaman að elda mat og finnst fátt betra en að dunda mér í eldhúsinu. Ég get verið allan daginn í einhverju matarstússi og svoleiðis daga er dásamlegt að enda í góðra vina hópi við borðstofuborðið.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég bý á svo dásamlegum stað sem býður upp á ótal gönguleiðir stutt frá mínu heimili. Ég reyni að fara út að ganga á hverjum degi. Mér finnst einnig gott að fara í sund. Nýjasta uppátækið er þó Crossfit en ég fór að stunda það í haust. Það er ótrúlega skemmtilegt en einnig svakalega krefjandi fyrir konu sem hefur aldrei haldið á neinu um ævina nema börnum og Bónuspokum! En ég er í hvetjandi umhverfi og markmiðið er að geta gert upphífingar skammlaust einn góðan veðurdag og einhver kíló í clean and jerk.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á tónlist og hlusta nánast á allar tegundir tónlistar, fer allt eftir dagsforminu. Ég hlusta þó ekki á þungarokk og ekki á kántrí. En öll tónlist með góðum takti og góðum texta höfðar til mín því mér þykir bæði gaman að dansa og svo syng ég heilmikið í bílnum þegar enginn heyrir til.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég er í draumastarfinu. Ég starfa í Kjörís sem er óskaplega skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Síðan er ég svo heppin að hafa fengið að taka að mér margvísleg verkefni, mjög fjölbreytt sem öll eru gefandi hvert á sinn hátt.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira