Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2017 17:00 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Vísir/GVA Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. Tekjur CCP í fyrra námu 86 milljónum dala samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. EBIDTA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, var 38,9 milljónir en 30,1 árið á undan. Eigið fé fyrirtækisins var jákvætt um 42 milljónir dala en CCP átti í fyrra eignir upp á 83 milljónir dala. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir í samtali við Vísi að um besta afkomuár fyrirtækisins sé að ræða síðan það var stofnað árið 1997. Árið 2014 var CCP rekið með 8,7 milljarða króna tapi og 2,4 milljarða tapi 2013. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu tölvuleikja- og afþreyingar á sviði sýndarveruleika og framleiðir meðal annars og gefur út tölvuleikinn EVE Online og sýndarveruleikaleikina EVE: Valkyrie og Gunjack. „Við erum mjög stolt af þessum árangri og hann er niðurstaða mikillar og góðrar vinnu í gegnum allt fyrirtækið. Það voru tekin mjög markviss skref sem við stigum eftir alla endurskipulagningu fyrirtækisins og hún er nú að skila sér inn á sínu öðru ári,“ segir Hilmar Veigar.Tvær grunnstoðir „Það eru tvær grunnstoðir sem leiddu til niðurstöðunnar. Annars vegar voru gerðar töluverðar breytingar á EVE Online á síðasta ári. Þar voru þrjú hraustleg skref tekin. Í fyrsta lagi leyfðum við fólki að sýsla með „skillpunkta“ í leiknum sem hafði ekki verið hægt áður. Það opnaði fyrir það að fólk í rauninni gæti fjárfest meira í leiknum en ellegar var mögulegt. Það olli hækkun í tekjum per notanda. Síðan var ansi kröftug viðbótarútgáfa við leikinn gefin út í maí sem hét Citadel sem kynnti til sögunnar stórar geimstöðvar sem notendur gátu byggt. Síðan var lokahnykkurinn að leikurinn er nú ókeypis sem var síðasta skrefið í þessari löngu „strategíu“ sem var sett snemma 2015,“ segir Hilmar og heldur áfram: „Svo var hinn hlutinn eða sýndarveruleikastoðin hjá okkur og þar held ég að við höfum gefið út ellefu einstakar útgáfur á síðasta ári. Við gáfum út Valkyrie á PSVR fyrir PlayStation 4, Oculus Rift og HTC Vive, og spilun á milli allra þessara platforma, og hann hefur náð frábærum árangri, bæði í sölutölum og tekjum og þá sérstaklega spilun. Leikurinn er búinn að brjóta margar mýtur um að fólk vilji ekki spila sýndarveruleika lengi eða oft og við sjáum alveg jafn kröftuga notkun á Valkyrie og á EVE. Þetta hafði aldrei verið prófað í sýndarveruleika. Síðan gáfum við út Gunjack á fimm platformum. Hann er núna búinn að seljast í yfir hálfri milljón eintaka sem er heimsmet í sýndarveruleikaleikjum. Svo bættum við við tveimur viðbótarútgáfum fyrir Valkyrie sem hamra inn viðskiptamódelið hjá okkur fyrir leikinn. Og þar er verið að endurtaka leikinn líkt og með EVE, þar sem leikurinn er í stöðugri þróun eftir að hann kemur út. Það hefur vakið mikla lukku og eflt allar viðskiptatölur í kringum leikinn. Þegar allt þetta er rammað inn þá skilar þetta þessari frábæru niðurstöðu.“ Tengdar fréttir Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Notendur sem spila ókeypis munu þó ekki hafa aðgang að öllum notkunarmöguleikum. 31. ágúst 2016 14:36 CCP opnar skrifstofu í London Tíu manna teymi mun starfa á skrifstofu CCP í London sem verður opnuð í sumar. 26. febrúar 2016 07:00 CCP gerir Gunjack 2 sérstaklega fyrir Google Þróaður sérstaklega fyrir Daydream sýndarveruleikakerfi Google sem kynnt var í dag. 4. október 2016 20:45 CCP skilar methagnaði Hagnaður ársins 2015 hjá CCP nam 2,7 milljörðum króna. 25. febrúar 2016 14:29 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. Tekjur CCP í fyrra námu 86 milljónum dala samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. EBIDTA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, var 38,9 milljónir en 30,1 árið á undan. Eigið fé fyrirtækisins var jákvætt um 42 milljónir dala en CCP átti í fyrra eignir upp á 83 milljónir dala. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir í samtali við Vísi að um besta afkomuár fyrirtækisins sé að ræða síðan það var stofnað árið 1997. Árið 2014 var CCP rekið með 8,7 milljarða króna tapi og 2,4 milljarða tapi 2013. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu tölvuleikja- og afþreyingar á sviði sýndarveruleika og framleiðir meðal annars og gefur út tölvuleikinn EVE Online og sýndarveruleikaleikina EVE: Valkyrie og Gunjack. „Við erum mjög stolt af þessum árangri og hann er niðurstaða mikillar og góðrar vinnu í gegnum allt fyrirtækið. Það voru tekin mjög markviss skref sem við stigum eftir alla endurskipulagningu fyrirtækisins og hún er nú að skila sér inn á sínu öðru ári,“ segir Hilmar Veigar.Tvær grunnstoðir „Það eru tvær grunnstoðir sem leiddu til niðurstöðunnar. Annars vegar voru gerðar töluverðar breytingar á EVE Online á síðasta ári. Þar voru þrjú hraustleg skref tekin. Í fyrsta lagi leyfðum við fólki að sýsla með „skillpunkta“ í leiknum sem hafði ekki verið hægt áður. Það opnaði fyrir það að fólk í rauninni gæti fjárfest meira í leiknum en ellegar var mögulegt. Það olli hækkun í tekjum per notanda. Síðan var ansi kröftug viðbótarútgáfa við leikinn gefin út í maí sem hét Citadel sem kynnti til sögunnar stórar geimstöðvar sem notendur gátu byggt. Síðan var lokahnykkurinn að leikurinn er nú ókeypis sem var síðasta skrefið í þessari löngu „strategíu“ sem var sett snemma 2015,“ segir Hilmar og heldur áfram: „Svo var hinn hlutinn eða sýndarveruleikastoðin hjá okkur og þar held ég að við höfum gefið út ellefu einstakar útgáfur á síðasta ári. Við gáfum út Valkyrie á PSVR fyrir PlayStation 4, Oculus Rift og HTC Vive, og spilun á milli allra þessara platforma, og hann hefur náð frábærum árangri, bæði í sölutölum og tekjum og þá sérstaklega spilun. Leikurinn er búinn að brjóta margar mýtur um að fólk vilji ekki spila sýndarveruleika lengi eða oft og við sjáum alveg jafn kröftuga notkun á Valkyrie og á EVE. Þetta hafði aldrei verið prófað í sýndarveruleika. Síðan gáfum við út Gunjack á fimm platformum. Hann er núna búinn að seljast í yfir hálfri milljón eintaka sem er heimsmet í sýndarveruleikaleikjum. Svo bættum við við tveimur viðbótarútgáfum fyrir Valkyrie sem hamra inn viðskiptamódelið hjá okkur fyrir leikinn. Og þar er verið að endurtaka leikinn líkt og með EVE, þar sem leikurinn er í stöðugri þróun eftir að hann kemur út. Það hefur vakið mikla lukku og eflt allar viðskiptatölur í kringum leikinn. Þegar allt þetta er rammað inn þá skilar þetta þessari frábæru niðurstöðu.“
Tengdar fréttir Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Notendur sem spila ókeypis munu þó ekki hafa aðgang að öllum notkunarmöguleikum. 31. ágúst 2016 14:36 CCP opnar skrifstofu í London Tíu manna teymi mun starfa á skrifstofu CCP í London sem verður opnuð í sumar. 26. febrúar 2016 07:00 CCP gerir Gunjack 2 sérstaklega fyrir Google Þróaður sérstaklega fyrir Daydream sýndarveruleikakerfi Google sem kynnt var í dag. 4. október 2016 20:45 CCP skilar methagnaði Hagnaður ársins 2015 hjá CCP nam 2,7 milljörðum króna. 25. febrúar 2016 14:29 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Hægt verður að spila EVE Online ókeypis Notendur sem spila ókeypis munu þó ekki hafa aðgang að öllum notkunarmöguleikum. 31. ágúst 2016 14:36
CCP opnar skrifstofu í London Tíu manna teymi mun starfa á skrifstofu CCP í London sem verður opnuð í sumar. 26. febrúar 2016 07:00
CCP gerir Gunjack 2 sérstaklega fyrir Google Þróaður sérstaklega fyrir Daydream sýndarveruleikakerfi Google sem kynnt var í dag. 4. október 2016 20:45