Körfubolti

Jón Halldór: Leikmenn Hauka láta félagið sitt, bæjarfélagið, foreldra sína, börn og barnabörn líta illa út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar eru í tómum vandræðum í Domino's deild karla.

Silfurliðið frá því í fyrra tapaði sannfærandi fyrir ÍR á fimmtudaginn og er í 10. sæti deildarinnar þegar fimm umferðum er ólokið.

„Mér finnst eins og Haukaliðið sé búið að missa trúna á því sem það er að gera,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Lykilmenn eins og Emil Barja og Haukur Óskarsson fundu sig engan veginn gegn ÍR og skiluðu litlu sem engu.

„Emil Barja er með tvö stig, tvö fráköst og eina stoðsendingu. Hann er 2-2-1 og það er ekki tölfræðilína heldur vaktaplan,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og benti á að Emil hefði aðeins tekið eitt skot í leiknum á fimmtudaginn.

„Nú ætla ég að gera svolítið sem stingur í stúf við allt sem ég hef sagt. Nú er þetta ekki Ívar Ásgrímsson, þetta er ekki honum að kenna. Nú eru þetta leikmennirnir í liðinu. Að mínu mati eru 95% þeirra með allt lóðbeint niður um sig,“ sagði Jón Halldór.

„Þeir eru svo lélegir að þeir eru að láta félagið sitt, bæjarfélagið, foreldra sína, börn og barnabörn líta illa út. Þetta er fáranlegt,“ bætti Jón Halldór við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×