Hlutabréf Icelandair féllu um tæpan fjórðung Ásgeir Erlendsson skrifar 1. febrúar 2017 19:30 Hlutabréf í Icelandair Group féllu um tæpan fjórðung í dag eftir að afkomuviðvörun var send út fyrir opnun markaða í morgun. Samtals lækkaði því virði félagsins um 26,5 milljarða. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að lækka þurfi kostnað og auka tekjumöguleika en ekki stendur til að fækka starfsfólki. Mikilvægt sé að vanda sig svo framtíðarhorfum fyrirtækisins verði ekki spillt. „Við höfum séð innflæði hjá Icelandair minnka eða það hefur hægst mjög á því á undanförnum dögum. Síðan hefur meðalverð, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, verið lækkandi, olíuverð einnig hærra og svo gengi íslensku krónunnar sem hefur áhrif líka.“ Segir Björgólfur. Icelandair Group gaf út afkomuviðvörun fyrir opnun markaða í morgun þar sem sagði að hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta komi til með að lækka umtalsvert á árinu. EBITA félagsins kemur því til með að verða 60-70 milljónum Bandaríkjadala minni en í fyrra. Björgólfur Jóhannsson segir að ástæðuna vera margþætta meðal annars verri bókunarstöðu, hækkun á olíuverði, breytingar í alþjóðastjórnmálum og óhentuga þróun í gjaldmiðlamálum. „Það er eðlilegt að markaður bregðist við svona neikvæðum fréttum. Við verðum að hafa í huga að þessi afkomuviðvörun er ekkert afleidd í ljósi sögunnar, þó hún sé mikil breyting á því sem var á síðasta ári og árinu þar á undan.“ Hlutabréf í félaginu tóku dýfu við opnun markaða og þegar þeir svo lokuðu aftur nú síðdegis höfðu bréf í Icelandair Group lækkað um 24% í dag. Samtals lækkaði virði félagsins því um 26,5 milljarða eftir lækkun dagsins. Hlutabréf í Icelandair group hafa því lækkað um tæplega 57% frá því sem best var á síðasta ári. Björgólfur segir að félagið komi til með að lækka kostnað og auka tekjumöguleika. „Við höfum verið að vinna í töluverðan tíma að ýmsum atriðum sem snúa að kostnaði og tekjumöguleikum. Auknum tekjum. Það er alveg ljóst að við erum með allt annan strúktúr í okkar uppsetningu en mörg af þeim félögum sem við erum að keppa við. Við þurfum að bregðast við á ýmsan hátt, þannig að það sé hægt að bera fargjöld betur saman en er í dag. Við þurfum að vanda okkur í þessari stöðu að spilla ekki góðum framtíðarhorfum þannig að þær aðgerðir sem við förum í spilli ekki horfum til lengri tíma.“Sjáið þið fyrir ykkur fækkun starfsfólks?„Við erum ekki á því stigi. Framtíðarhorfur eru góðar að okkar mati og við viljum ekki fara í aðgerðir sem spilla þeim möguleikum. “ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group féllu um tæpan fjórðung í dag eftir að afkomuviðvörun var send út fyrir opnun markaða í morgun. Samtals lækkaði því virði félagsins um 26,5 milljarða. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að lækka þurfi kostnað og auka tekjumöguleika en ekki stendur til að fækka starfsfólki. Mikilvægt sé að vanda sig svo framtíðarhorfum fyrirtækisins verði ekki spillt. „Við höfum séð innflæði hjá Icelandair minnka eða það hefur hægst mjög á því á undanförnum dögum. Síðan hefur meðalverð, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, verið lækkandi, olíuverð einnig hærra og svo gengi íslensku krónunnar sem hefur áhrif líka.“ Segir Björgólfur. Icelandair Group gaf út afkomuviðvörun fyrir opnun markaða í morgun þar sem sagði að hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta komi til með að lækka umtalsvert á árinu. EBITA félagsins kemur því til með að verða 60-70 milljónum Bandaríkjadala minni en í fyrra. Björgólfur Jóhannsson segir að ástæðuna vera margþætta meðal annars verri bókunarstöðu, hækkun á olíuverði, breytingar í alþjóðastjórnmálum og óhentuga þróun í gjaldmiðlamálum. „Það er eðlilegt að markaður bregðist við svona neikvæðum fréttum. Við verðum að hafa í huga að þessi afkomuviðvörun er ekkert afleidd í ljósi sögunnar, þó hún sé mikil breyting á því sem var á síðasta ári og árinu þar á undan.“ Hlutabréf í félaginu tóku dýfu við opnun markaða og þegar þeir svo lokuðu aftur nú síðdegis höfðu bréf í Icelandair Group lækkað um 24% í dag. Samtals lækkaði virði félagsins því um 26,5 milljarða eftir lækkun dagsins. Hlutabréf í Icelandair group hafa því lækkað um tæplega 57% frá því sem best var á síðasta ári. Björgólfur segir að félagið komi til með að lækka kostnað og auka tekjumöguleika. „Við höfum verið að vinna í töluverðan tíma að ýmsum atriðum sem snúa að kostnaði og tekjumöguleikum. Auknum tekjum. Það er alveg ljóst að við erum með allt annan strúktúr í okkar uppsetningu en mörg af þeim félögum sem við erum að keppa við. Við þurfum að bregðast við á ýmsan hátt, þannig að það sé hægt að bera fargjöld betur saman en er í dag. Við þurfum að vanda okkur í þessari stöðu að spilla ekki góðum framtíðarhorfum þannig að þær aðgerðir sem við förum í spilli ekki horfum til lengri tíma.“Sjáið þið fyrir ykkur fækkun starfsfólks?„Við erum ekki á því stigi. Framtíðarhorfur eru góðar að okkar mati og við viljum ekki fara í aðgerðir sem spilla þeim möguleikum. “
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent