Djúpborun á Reykjanesi: Hægt að vinna meiri orku á ódýrari og umhverfisvænni hátt erla björg gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 22:00 Það er mat forsvarsmanna HS Orku að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænni hátt og með minni kostnaði. Holan nær nú niður á tæplega fimm kílómetra dýpi og er dýpsta hola á jarðhitasvæði í heiminum. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009. Síðustu fimm mánuði hefur HS orka gert tilraunir til að bora aðra djúpborunarholu. Í dag var boðað til hádegisfundar í Gamla bíó þar sem greint var frá þeim áfanga að borholan næði nú 4.650 metra dýpi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir að tilgangurinn með verkefninu sé að vinna meiri orku úr hverri holu sem boruð er. Þannig megi minnka umhverfisáhrifin og vonandi lækka kostnaðinn við orkuframleiðsluna. „Hins vegar má segja það að það sé svolítil forvitni að vita hvað er fyrir neðan kerfi sem við erum að vinna í dag. Er það heitara eða orkuríkara, er heppilegra að nýta það?“ segir Ásgeir. Fyrsta áfanga er lokið. Að bora svo djúpa holu. Nú taka við fjölbreyttar rannsóknir á hvort hægt sé að nýta holuna sem vinnsluholu, sem myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita. Þegar niðurstöður liggja fyrir er stefnt að því að bora þriðju holuna og verður það í höndum Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir djúpborun geta haft mikið vægi í umhverfisverndarmálum. „Þetta er dýpsta jarðhitahola sem hefur verið boruð í heiminum og gefur okkur möguleika á að stækka vinnslusvæðin okkar niður í staðinn fyrir út til hliðanna og þannig minnka umhverfisfótspor okkar. Það er ein af ástæðum þess að við erum virkir samstarfsaðilar og höfum verið frá upphafi verkefnisins og ætlum að halda áfram,“ segir Hildigunnur. Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Það er mat forsvarsmanna HS Orku að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykjanesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænni hátt og með minni kostnaði. Holan nær nú niður á tæplega fimm kílómetra dýpi og er dýpsta hola á jarðhitasvæði í heiminum. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009. Síðustu fimm mánuði hefur HS orka gert tilraunir til að bora aðra djúpborunarholu. Í dag var boðað til hádegisfundar í Gamla bíó þar sem greint var frá þeim áfanga að borholan næði nú 4.650 metra dýpi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir að tilgangurinn með verkefninu sé að vinna meiri orku úr hverri holu sem boruð er. Þannig megi minnka umhverfisáhrifin og vonandi lækka kostnaðinn við orkuframleiðsluna. „Hins vegar má segja það að það sé svolítil forvitni að vita hvað er fyrir neðan kerfi sem við erum að vinna í dag. Er það heitara eða orkuríkara, er heppilegra að nýta það?“ segir Ásgeir. Fyrsta áfanga er lokið. Að bora svo djúpa holu. Nú taka við fjölbreyttar rannsóknir á hvort hægt sé að nýta holuna sem vinnsluholu, sem myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita. Þegar niðurstöður liggja fyrir er stefnt að því að bora þriðju holuna og verður það í höndum Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir djúpborun geta haft mikið vægi í umhverfisverndarmálum. „Þetta er dýpsta jarðhitahola sem hefur verið boruð í heiminum og gefur okkur möguleika á að stækka vinnslusvæðin okkar niður í staðinn fyrir út til hliðanna og þannig minnka umhverfisfótspor okkar. Það er ein af ástæðum þess að við erum virkir samstarfsaðilar og höfum verið frá upphafi verkefnisins og ætlum að halda áfram,“ segir Hildigunnur.
Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur