Sorpa þarf að greiða 45 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2017 17:26 Málið á rætur að rekja til ársins 2012 en Hæstiréttur hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. Vísir/Valli Hæstiréttur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið sektaði Sorpu í desember 2012 fyrir brot á samkeppnislögum og staðfesti héraðsdómur sektina í janúar 2015. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.Fimm ára gamalt Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi léki á því að Sorpa væri félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrst héraðsdóms og í dag kvað Hæstiréttur upp dóm sinn sem lesa má í heild sinni hér. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að niðurstaðan í Hæstarétti staðfesti að Sorpa sé markaðsráðandi fyrirtæki og hafi með ólögmætum hætti veikt samkeppnisstöðu eina keppinautarins á markaði fyrir rekstur flokkunarmiðstöðva, þ.e. Gámaþjónustunnar. Þá staðfestir Hæstiréttur að stjórnvaldssekt SORPU hafi falið í sér hæfileg viðurlög vegna brots fyrirtækisins.Hvatning til sveitarfélaga „Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér mikilvæga túlkun á samkeppnisrétti að því er varðar opinber fyrirtæki. Jafnframt felur dómurinn í sér leiðbeiningu til opinberra fyrirtækja um hvernig haga skuli verðlagningu gagnvart fyrirtækjum sem freista þess að keppa við þau. Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum misserum bent á mikilvægi þess að nýta samkeppnishvata til að skapa tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í meðhöndlun úrgangs. Reynslan sýnir að nýsköpun frumkvöðla í atvinnulífinu hefur oft leitt til framfara á þessu sviði. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig sveitarfélög og fyrirtæki þeirra haga störfum sínum,“ segir í tilkynningunni. Dómur Hæstaréttar í dag verði vonandi hvatning til sveitarfélaga að nýta sér krafta samkeppninnar á mörkuðum fyrir sorphirðu. Tengdar fréttir Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41 45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið sektaði Sorpu í desember 2012 fyrir brot á samkeppnislögum og staðfesti héraðsdómur sektina í janúar 2015. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.Fimm ára gamalt Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi léki á því að Sorpa væri félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrst héraðsdóms og í dag kvað Hæstiréttur upp dóm sinn sem lesa má í heild sinni hér. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að niðurstaðan í Hæstarétti staðfesti að Sorpa sé markaðsráðandi fyrirtæki og hafi með ólögmætum hætti veikt samkeppnisstöðu eina keppinautarins á markaði fyrir rekstur flokkunarmiðstöðva, þ.e. Gámaþjónustunnar. Þá staðfestir Hæstiréttur að stjórnvaldssekt SORPU hafi falið í sér hæfileg viðurlög vegna brots fyrirtækisins.Hvatning til sveitarfélaga „Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér mikilvæga túlkun á samkeppnisrétti að því er varðar opinber fyrirtæki. Jafnframt felur dómurinn í sér leiðbeiningu til opinberra fyrirtækja um hvernig haga skuli verðlagningu gagnvart fyrirtækjum sem freista þess að keppa við þau. Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum misserum bent á mikilvægi þess að nýta samkeppnishvata til að skapa tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í meðhöndlun úrgangs. Reynslan sýnir að nýsköpun frumkvöðla í atvinnulífinu hefur oft leitt til framfara á þessu sviði. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig sveitarfélög og fyrirtæki þeirra haga störfum sínum,“ segir í tilkynningunni. Dómur Hæstaréttar í dag verði vonandi hvatning til sveitarfélaga að nýta sér krafta samkeppninnar á mörkuðum fyrir sorphirðu.
Tengdar fréttir Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41 45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 16. janúar 2015 14:41
45 milljóna sekt Sorpu staðfest Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 21. mars 2013 11:36
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur