"Ég næ ekki til þín“ Óttar Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fræg er sagan í Íslenskri fyndni af bónda nokkrum sem stóð í brakandi þerri í heyflekknum. Skyndilega tók að hellirigna. Hann reiddist ógurlega, skók hrífuna til himins og öskraði: „Þú nýtur þess Guð, að ég næ ekki til þín.“ Í marsmánuði í fyrra var ég staddur í Bandaríkjunum. Forval flokkanna vegna forsetakosninga var í fullum gangi og Donald Trump fór hamförum gegn andstæðingum sínum. Frambjóðandinn viðraði ófeiminn öfgakenndar og róttækar skoðanir sínar á bandarískum og alþjóðlegum stjórnmálum. Heimsmyndin var einföld og svart-hvít eins og í Hollywood-mynd. Mestu skipti að ráða niðurlögum múslíma, Mexikóa og allra annarra sem sátu á svikráðum við amerískan almenning. Hann lék meistaralega á strengi þjóðerniskenndar og lagði áherslu á meðfædda yfirburði og sérstöðu Bandaríkjamanna. Trump vann ágætan sigur og hóf umsvifalaust að hrinda í framkvæmd helstu kosningaloforðum sínum. Hann lokaði landamærum, lofaði að byggja múr, hótaði að beita pyntingum og sendi evrópskum stjórnmálamönnum tóninn. Fjölmargir út um víða veröld hafa mótmælt áætlunum forsetans. Ekki er þó að sjá að það hafi nokkur áhrif á hinn yfirlýsingaglaða Trump. Væntanlega verður þó breyting á þegar honum berast fregnir af viðbrögðum Alþingis Íslendinga. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum steytti hnefann í ræðustól og jós svívirðingum yfir þjóðhöfðingjann. Hann var kallaður fasisti, kvenhatari, rasisti og sitthvað fleira. Þingmennirnir minntu á bóndann í sögunni hér að ofan. „Þú nýtur þess Trump að við náum ekki til þín.“ Hann mun væntanlega sjá villu síns vegar, breyta um stefnu og taka fagnandi á móti sýrlenskum flóttamönnum. Enginn heilvita stjórnmálamaður vill liggja undir því að vera kallaður fasisti á Pírataspjallinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun
Fræg er sagan í Íslenskri fyndni af bónda nokkrum sem stóð í brakandi þerri í heyflekknum. Skyndilega tók að hellirigna. Hann reiddist ógurlega, skók hrífuna til himins og öskraði: „Þú nýtur þess Guð, að ég næ ekki til þín.“ Í marsmánuði í fyrra var ég staddur í Bandaríkjunum. Forval flokkanna vegna forsetakosninga var í fullum gangi og Donald Trump fór hamförum gegn andstæðingum sínum. Frambjóðandinn viðraði ófeiminn öfgakenndar og róttækar skoðanir sínar á bandarískum og alþjóðlegum stjórnmálum. Heimsmyndin var einföld og svart-hvít eins og í Hollywood-mynd. Mestu skipti að ráða niðurlögum múslíma, Mexikóa og allra annarra sem sátu á svikráðum við amerískan almenning. Hann lék meistaralega á strengi þjóðerniskenndar og lagði áherslu á meðfædda yfirburði og sérstöðu Bandaríkjamanna. Trump vann ágætan sigur og hóf umsvifalaust að hrinda í framkvæmd helstu kosningaloforðum sínum. Hann lokaði landamærum, lofaði að byggja múr, hótaði að beita pyntingum og sendi evrópskum stjórnmálamönnum tóninn. Fjölmargir út um víða veröld hafa mótmælt áætlunum forsetans. Ekki er þó að sjá að það hafi nokkur áhrif á hinn yfirlýsingaglaða Trump. Væntanlega verður þó breyting á þegar honum berast fregnir af viðbrögðum Alþingis Íslendinga. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum steytti hnefann í ræðustól og jós svívirðingum yfir þjóðhöfðingjann. Hann var kallaður fasisti, kvenhatari, rasisti og sitthvað fleira. Þingmennirnir minntu á bóndann í sögunni hér að ofan. „Þú nýtur þess Trump að við náum ekki til þín.“ Hann mun væntanlega sjá villu síns vegar, breyta um stefnu og taka fagnandi á móti sýrlenskum flóttamönnum. Enginn heilvita stjórnmálamaður vill liggja undir því að vera kallaður fasisti á Pírataspjallinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun