Jólaauglýsing Maclands bönnuð og sektum hótað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2017 16:01 Auglýsingin vakti mikla athygli fyrir jólin en Neytendastofa hefur nú bannað auglýsinguna. „Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af,“ segir Hörður Ágústsson, eigandi Macland, í færslu á Facebook og Twitter í dag. Auglýsingin var á milli tannanna á fólki í aðdraganda jólanna en þar mátti sjá börn, teiknuð af Hugleiki Dagssyni, handleika snjallsíma samkeppnisaðila sem sprungu í loft upp í þann mund sem þau tóku símana upp úr pakkanu.Hörður birtir auglýsinguna með fyrrnefndri færslu á Facebook og gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu.Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Bréfið er ekki það fyrsta sem berst Herði frá Neytendastofu en stofnunin telur auglýsinguna brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem börn séu sýnd halda á síma sem springur í höndum þeirra. Vísað er í bref frá 10. janúar þar sem fram kemur að í ljósi þess að í lok auglýsingarinnar sé sýnt barn sem opni gjöf með iPhone síma sem springi ekki, telji Neytendastofa auglýsinguna til þess fallna að vekja þau hughrif að aðrir símar en iPhone springi með þeim afleiðingum sem fram komi í auglýsingunni. „Í bréfinu kemur einnig fram að ummæli barnsins sem tekur upp iPhone símann þar sem það þakkar foreldrum sínum fyrir að elska sig séu að mati stofnunarinnar til þess fallin að vekja þau hughrif að foreldrum fyrri tveggja barnanna hafi mátt vera ljóst að síminn kæmi til með að springa.“Hörður birti bréfið á Twitter í dag.Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af. pic.twitter.com/EKYBQngIfB— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) February 7, 2017 Er það mat Neytendastofu að auglýsing Maclands sé til þess fallin að vekja þau hughrif hjá börnum að aðrir símar en iPhone geti sprungið með þeim afleiðingum að höfuð þeirra verði að beinagrind og að foreldrum sem gefi börnum sínum aðra síma en iPhone megi vera ljóst að slíkar geti orðið afleiðingar. Þetta brjóti gegn málsgreinum 7. greinar og 5. greinar fyrrnefndra laga. Neytendastofa bannar auglýsinguna og krefst þess að Macland fjarlægi auglýsinguna hvar sem hún hefur verið birt á samskiptamiðlum verslunarinnar, s.s. á Facebook-síðu, YouTube rós o.fl. Hörður hafi fjórar vikur til að bregðast við ella verði fyrirtækið sektað. „Ég var ekki búnn að fylgjast nógu vel með, en það er frábært að fólk sé strax byrjað að koma með „hvað með börnin?“ Ég veit satt að segja ekki nóg um neytendalög og hefði slíkt vafalaust orðið mér fjötur um fót í sköpunarferlinu,“ sagði Hugleikur Dagsson í viðtali við DV fyrir jólin. „Skiljanlega fer þetta fyrir brjóstið á einhverjum en okkur fannst þetta fyndið sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur átt sér stað varðandi krakka sem fá dýrar gjafir á borð við síma í jólagjöf,“ sagði Hörður við sama tilefni. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
„Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af,“ segir Hörður Ágústsson, eigandi Macland, í færslu á Facebook og Twitter í dag. Auglýsingin var á milli tannanna á fólki í aðdraganda jólanna en þar mátti sjá börn, teiknuð af Hugleiki Dagssyni, handleika snjallsíma samkeppnisaðila sem sprungu í loft upp í þann mund sem þau tóku símana upp úr pakkanu.Hörður birtir auglýsinguna með fyrrnefndri færslu á Facebook og gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu.Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Bréfið er ekki það fyrsta sem berst Herði frá Neytendastofu en stofnunin telur auglýsinguna brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem börn séu sýnd halda á síma sem springur í höndum þeirra. Vísað er í bref frá 10. janúar þar sem fram kemur að í ljósi þess að í lok auglýsingarinnar sé sýnt barn sem opni gjöf með iPhone síma sem springi ekki, telji Neytendastofa auglýsinguna til þess fallna að vekja þau hughrif að aðrir símar en iPhone springi með þeim afleiðingum sem fram komi í auglýsingunni. „Í bréfinu kemur einnig fram að ummæli barnsins sem tekur upp iPhone símann þar sem það þakkar foreldrum sínum fyrir að elska sig séu að mati stofnunarinnar til þess fallin að vekja þau hughrif að foreldrum fyrri tveggja barnanna hafi mátt vera ljóst að síminn kæmi til með að springa.“Hörður birti bréfið á Twitter í dag.Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af. pic.twitter.com/EKYBQngIfB— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) February 7, 2017 Er það mat Neytendastofu að auglýsing Maclands sé til þess fallin að vekja þau hughrif hjá börnum að aðrir símar en iPhone geti sprungið með þeim afleiðingum að höfuð þeirra verði að beinagrind og að foreldrum sem gefi börnum sínum aðra síma en iPhone megi vera ljóst að slíkar geti orðið afleiðingar. Þetta brjóti gegn málsgreinum 7. greinar og 5. greinar fyrrnefndra laga. Neytendastofa bannar auglýsinguna og krefst þess að Macland fjarlægi auglýsinguna hvar sem hún hefur verið birt á samskiptamiðlum verslunarinnar, s.s. á Facebook-síðu, YouTube rós o.fl. Hörður hafi fjórar vikur til að bregðast við ella verði fyrirtækið sektað. „Ég var ekki búnn að fylgjast nógu vel með, en það er frábært að fólk sé strax byrjað að koma með „hvað með börnin?“ Ég veit satt að segja ekki nóg um neytendalög og hefði slíkt vafalaust orðið mér fjötur um fót í sköpunarferlinu,“ sagði Hugleikur Dagsson í viðtali við DV fyrir jólin. „Skiljanlega fer þetta fyrir brjóstið á einhverjum en okkur fannst þetta fyndið sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur átt sér stað varðandi krakka sem fá dýrar gjafir á borð við síma í jólagjöf,“ sagði Hörður við sama tilefni.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira