Jólaauglýsing Maclands bönnuð og sektum hótað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2017 16:01 Auglýsingin vakti mikla athygli fyrir jólin en Neytendastofa hefur nú bannað auglýsinguna. „Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af,“ segir Hörður Ágústsson, eigandi Macland, í færslu á Facebook og Twitter í dag. Auglýsingin var á milli tannanna á fólki í aðdraganda jólanna en þar mátti sjá börn, teiknuð af Hugleiki Dagssyni, handleika snjallsíma samkeppnisaðila sem sprungu í loft upp í þann mund sem þau tóku símana upp úr pakkanu.Hörður birtir auglýsinguna með fyrrnefndri færslu á Facebook og gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu.Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Bréfið er ekki það fyrsta sem berst Herði frá Neytendastofu en stofnunin telur auglýsinguna brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem börn séu sýnd halda á síma sem springur í höndum þeirra. Vísað er í bref frá 10. janúar þar sem fram kemur að í ljósi þess að í lok auglýsingarinnar sé sýnt barn sem opni gjöf með iPhone síma sem springi ekki, telji Neytendastofa auglýsinguna til þess fallna að vekja þau hughrif að aðrir símar en iPhone springi með þeim afleiðingum sem fram komi í auglýsingunni. „Í bréfinu kemur einnig fram að ummæli barnsins sem tekur upp iPhone símann þar sem það þakkar foreldrum sínum fyrir að elska sig séu að mati stofnunarinnar til þess fallin að vekja þau hughrif að foreldrum fyrri tveggja barnanna hafi mátt vera ljóst að síminn kæmi til með að springa.“Hörður birti bréfið á Twitter í dag.Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af. pic.twitter.com/EKYBQngIfB— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) February 7, 2017 Er það mat Neytendastofu að auglýsing Maclands sé til þess fallin að vekja þau hughrif hjá börnum að aðrir símar en iPhone geti sprungið með þeim afleiðingum að höfuð þeirra verði að beinagrind og að foreldrum sem gefi börnum sínum aðra síma en iPhone megi vera ljóst að slíkar geti orðið afleiðingar. Þetta brjóti gegn málsgreinum 7. greinar og 5. greinar fyrrnefndra laga. Neytendastofa bannar auglýsinguna og krefst þess að Macland fjarlægi auglýsinguna hvar sem hún hefur verið birt á samskiptamiðlum verslunarinnar, s.s. á Facebook-síðu, YouTube rós o.fl. Hörður hafi fjórar vikur til að bregðast við ella verði fyrirtækið sektað. „Ég var ekki búnn að fylgjast nógu vel með, en það er frábært að fólk sé strax byrjað að koma með „hvað með börnin?“ Ég veit satt að segja ekki nóg um neytendalög og hefði slíkt vafalaust orðið mér fjötur um fót í sköpunarferlinu,“ sagði Hugleikur Dagsson í viðtali við DV fyrir jólin. „Skiljanlega fer þetta fyrir brjóstið á einhverjum en okkur fannst þetta fyndið sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur átt sér stað varðandi krakka sem fá dýrar gjafir á borð við síma í jólagjöf,“ sagði Hörður við sama tilefni. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af,“ segir Hörður Ágústsson, eigandi Macland, í færslu á Facebook og Twitter í dag. Auglýsingin var á milli tannanna á fólki í aðdraganda jólanna en þar mátti sjá börn, teiknuð af Hugleiki Dagssyni, handleika snjallsíma samkeppnisaðila sem sprungu í loft upp í þann mund sem þau tóku símana upp úr pakkanu.Hörður birtir auglýsinguna með fyrrnefndri færslu á Facebook og gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu.Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Bréfið er ekki það fyrsta sem berst Herði frá Neytendastofu en stofnunin telur auglýsinguna brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem börn séu sýnd halda á síma sem springur í höndum þeirra. Vísað er í bref frá 10. janúar þar sem fram kemur að í ljósi þess að í lok auglýsingarinnar sé sýnt barn sem opni gjöf með iPhone síma sem springi ekki, telji Neytendastofa auglýsinguna til þess fallna að vekja þau hughrif að aðrir símar en iPhone springi með þeim afleiðingum sem fram komi í auglýsingunni. „Í bréfinu kemur einnig fram að ummæli barnsins sem tekur upp iPhone símann þar sem það þakkar foreldrum sínum fyrir að elska sig séu að mati stofnunarinnar til þess fallin að vekja þau hughrif að foreldrum fyrri tveggja barnanna hafi mátt vera ljóst að síminn kæmi til með að springa.“Hörður birti bréfið á Twitter í dag.Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af. pic.twitter.com/EKYBQngIfB— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) February 7, 2017 Er það mat Neytendastofu að auglýsing Maclands sé til þess fallin að vekja þau hughrif hjá börnum að aðrir símar en iPhone geti sprungið með þeim afleiðingum að höfuð þeirra verði að beinagrind og að foreldrum sem gefi börnum sínum aðra síma en iPhone megi vera ljóst að slíkar geti orðið afleiðingar. Þetta brjóti gegn málsgreinum 7. greinar og 5. greinar fyrrnefndra laga. Neytendastofa bannar auglýsinguna og krefst þess að Macland fjarlægi auglýsinguna hvar sem hún hefur verið birt á samskiptamiðlum verslunarinnar, s.s. á Facebook-síðu, YouTube rós o.fl. Hörður hafi fjórar vikur til að bregðast við ella verði fyrirtækið sektað. „Ég var ekki búnn að fylgjast nógu vel með, en það er frábært að fólk sé strax byrjað að koma með „hvað með börnin?“ Ég veit satt að segja ekki nóg um neytendalög og hefði slíkt vafalaust orðið mér fjötur um fót í sköpunarferlinu,“ sagði Hugleikur Dagsson í viðtali við DV fyrir jólin. „Skiljanlega fer þetta fyrir brjóstið á einhverjum en okkur fannst þetta fyndið sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur átt sér stað varðandi krakka sem fá dýrar gjafir á borð við síma í jólagjöf,“ sagði Hörður við sama tilefni.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira