Lánshæfismat ríkissjóðs hækkar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2017 17:32 Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili en hér tekur Benedikt Jóhannesson við lykunum að fjármálaráðuneytinu í vikunni þegar ný ríkisstjórn tók við. vísir/ernir Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í dag lánshæfismat ríkissjóðs og er sjóðurinn nú kominn í flokk A- hjá fyrirtækinu. Á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að meginástæða hækkunarinnar sé sterkari ytri staða en ríkissjóður var áður í flokknum BBB+. Standard & Poors segir að sterk erlend staða Íslands sé einn af lykilþáttum hærra lánshæfismats nú. Þannig hafi verið mikill afgangur af viðskiptajöfnuði auk þess sem óskuldsettur hluti gjaldeyrisforðans hafi vaxið mikið síðasta ár. „Greiðslujöfnuður Íslands hefur farið fram úr væntingum S&P. Þá vega mikill hagvöxtur, lækkun skuldahlutfalls og sterk staða ríkisfjármála, einnig þungt í hækkun matsins. Einnig bendir lánshæfisfyrirtækið á að Ísland er með háar þjóðartekjur á mann,“ segir á vef fjármálaráðuneytisins. Þá kemur þar jafnframt fram að matsfyrirtækið gæti hækkað lánshæfismatið enn frekar ef fjármagnshöft verða losuð að fullu „án þess að að fjármálalegum stöðugleika verði ógnað eða hafa neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Lánshæfismatið gæti einnig hækkað frekar ef skuldahlutfall hins opinbera lækkar hraðar en gert er ráð fyrir í mati S&P.“ Lánshæfismatið geti hins vegar lækkað ef nýlegar launahækkanir á vinnumarkaði leiða af sér ofhitnun hagkerfisins sem myndi hafa aukna áhættu í för með sér fyrir peninga-og ríkisfjármál sem og erlenda stöðu þjóðarbúsins. „Að sama skapi gæti frekari losun fjármagnshafta með óskipulegum hætti sem hefði neikvæð áhrif á fjármálakerfið, haft áhrif til lækkunar. Fyrirtækið hækkaði síðast lánshæfismat ríkissjóðs í janúar 2016. Ríkissjóður er nú metinn í A flokki hjá bæði Moody´s og S&P, en ríkissjóður var síðast metinn í A flokki hjá S&P í október 2008.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í dag lánshæfismat ríkissjóðs og er sjóðurinn nú kominn í flokk A- hjá fyrirtækinu. Á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að meginástæða hækkunarinnar sé sterkari ytri staða en ríkissjóður var áður í flokknum BBB+. Standard & Poors segir að sterk erlend staða Íslands sé einn af lykilþáttum hærra lánshæfismats nú. Þannig hafi verið mikill afgangur af viðskiptajöfnuði auk þess sem óskuldsettur hluti gjaldeyrisforðans hafi vaxið mikið síðasta ár. „Greiðslujöfnuður Íslands hefur farið fram úr væntingum S&P. Þá vega mikill hagvöxtur, lækkun skuldahlutfalls og sterk staða ríkisfjármála, einnig þungt í hækkun matsins. Einnig bendir lánshæfisfyrirtækið á að Ísland er með háar þjóðartekjur á mann,“ segir á vef fjármálaráðuneytisins. Þá kemur þar jafnframt fram að matsfyrirtækið gæti hækkað lánshæfismatið enn frekar ef fjármagnshöft verða losuð að fullu „án þess að að fjármálalegum stöðugleika verði ógnað eða hafa neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Lánshæfismatið gæti einnig hækkað frekar ef skuldahlutfall hins opinbera lækkar hraðar en gert er ráð fyrir í mati S&P.“ Lánshæfismatið geti hins vegar lækkað ef nýlegar launahækkanir á vinnumarkaði leiða af sér ofhitnun hagkerfisins sem myndi hafa aukna áhættu í för með sér fyrir peninga-og ríkisfjármál sem og erlenda stöðu þjóðarbúsins. „Að sama skapi gæti frekari losun fjármagnshafta með óskipulegum hætti sem hefði neikvæð áhrif á fjármálakerfið, haft áhrif til lækkunar. Fyrirtækið hækkaði síðast lánshæfismat ríkissjóðs í janúar 2016. Ríkissjóður er nú metinn í A flokki hjá bæði Moody´s og S&P, en ríkissjóður var síðast metinn í A flokki hjá S&P í október 2008.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira