ÍSAVIA fær samband við 75 gervihnetti með nýjum samningi Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2017 18:45 ISAVIA hefur undirritað samning við flugþjónustufyrirtækið Aireon sem gerir ISAVIA kleift, með aðstoð 75 gervihnatta, að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Þannig er hægt að bæta þjónustu við flugfélög í pólarflugi og flugið verður hagkvæmara og mengar minna.SpaceX geimferðarfyrirtækið skaut um helgina upp tíunda gervihnettinum sem hefur að geima búnað frá Aireon flugþjónustufyrirtækinu sem ISAVIA hefur nú gert samning um aðgang að. Innan árs verða gervihnettirnir orðnir 75 og þar með fær ISAVIA upplýsingar úr sendum flugvéla í norður hluta flugstjórnarsvæðis Íslands sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ÍSAVÍA segir að í dag notist fyrirtækið m.a. við 22 móttakara á jörðu niðri í Færeyjum, á Íslandi og á Grænlandi, en fyrir flug í norðurhlutanum sé stuðst við upplýsingar frá flugvélunum sjálfum. „Við auðvitað höfum ágætis upplýsingar í dag en allar aðskilnaðarreglur byggja á því hve ört við fáum upplýsingar og hversu góðar upplýsingarnar eru og hve gott samband við flugvélarnar er,“ segir Ásgeir. En með gögnunum frá Aireon fáist ítarlegri upplýsingar um stöðu, hraða og hæð flugvéla í norðursvæðinu en nú, á innan við tveimur sekúndum. Þess vegna verði hægt að minnka bil á milli flugvéla á þessu svæði og þétta umferðina. „Og getum þess vegna betur uppfyllt þær óskir sem okkar viðskiptavinir, flugfélögin, eru að fara fram á með flugferla og annað slíkt. Sem mun leiða til þess að það verður hagkvæmari rekstur hjá þeim. Minni notkun á eldsneyti og þá auðvitað minni útblástur líka,“ segir Ásgeir. Í fyrra fóru 165 þúsund flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og dvöldu á því í meðaltali í eina og hálfa klukkustund. Mikil fjölgun hefur verið í flugi yfir pólinn og því mun hin nýja tækni nýtast mjög vel. ISAVIA stýrir flugumferð á íslenska svæðinu sem er langt um stærra en þarf til að þjóna Íslandi einu í umboði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Það er ekki sjálfgefið að þjónustan fari fram hér á landi og því mikilvægt að Ísavia sé ávallt í fremstu röð í tækni og þjónustu og taki þátt í innleiðingu nýrrar tækni fyrir stjórnun flugumferðar. „Þeir hafa sérstaklega tekið fram að þeir leggja mikla vigt á það að við séum virkir í þeirri vinnu með þeim að fara í gegnum þær alþjóðlegu nefndir sem þarf að gera til að fá samþykki á notkuninni og allt það. Vera með frá upphafi? Já, það er einmitt það. Við erum svokallaðir "launch customer" ásamt nokkrum öðrum,“ segir Ásgeir Pálsson. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
ISAVIA hefur undirritað samning við flugþjónustufyrirtækið Aireon sem gerir ISAVIA kleift, með aðstoð 75 gervihnatta, að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Þannig er hægt að bæta þjónustu við flugfélög í pólarflugi og flugið verður hagkvæmara og mengar minna.SpaceX geimferðarfyrirtækið skaut um helgina upp tíunda gervihnettinum sem hefur að geima búnað frá Aireon flugþjónustufyrirtækinu sem ISAVIA hefur nú gert samning um aðgang að. Innan árs verða gervihnettirnir orðnir 75 og þar með fær ISAVIA upplýsingar úr sendum flugvéla í norður hluta flugstjórnarsvæðis Íslands sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ÍSAVÍA segir að í dag notist fyrirtækið m.a. við 22 móttakara á jörðu niðri í Færeyjum, á Íslandi og á Grænlandi, en fyrir flug í norðurhlutanum sé stuðst við upplýsingar frá flugvélunum sjálfum. „Við auðvitað höfum ágætis upplýsingar í dag en allar aðskilnaðarreglur byggja á því hve ört við fáum upplýsingar og hversu góðar upplýsingarnar eru og hve gott samband við flugvélarnar er,“ segir Ásgeir. En með gögnunum frá Aireon fáist ítarlegri upplýsingar um stöðu, hraða og hæð flugvéla í norðursvæðinu en nú, á innan við tveimur sekúndum. Þess vegna verði hægt að minnka bil á milli flugvéla á þessu svæði og þétta umferðina. „Og getum þess vegna betur uppfyllt þær óskir sem okkar viðskiptavinir, flugfélögin, eru að fara fram á með flugferla og annað slíkt. Sem mun leiða til þess að það verður hagkvæmari rekstur hjá þeim. Minni notkun á eldsneyti og þá auðvitað minni útblástur líka,“ segir Ásgeir. Í fyrra fóru 165 þúsund flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og dvöldu á því í meðaltali í eina og hálfa klukkustund. Mikil fjölgun hefur verið í flugi yfir pólinn og því mun hin nýja tækni nýtast mjög vel. ISAVIA stýrir flugumferð á íslenska svæðinu sem er langt um stærra en þarf til að þjóna Íslandi einu í umboði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Það er ekki sjálfgefið að þjónustan fari fram hér á landi og því mikilvægt að Ísavia sé ávallt í fremstu röð í tækni og þjónustu og taki þátt í innleiðingu nýrrar tækni fyrir stjórnun flugumferðar. „Þeir hafa sérstaklega tekið fram að þeir leggja mikla vigt á það að við séum virkir í þeirri vinnu með þeim að fara í gegnum þær alþjóðlegu nefndir sem þarf að gera til að fá samþykki á notkuninni og allt það. Vera með frá upphafi? Já, það er einmitt það. Við erum svokallaðir "launch customer" ásamt nokkrum öðrum,“ segir Ásgeir Pálsson.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira